Ríó 2016 - gott val hjá Ólympíunefndinni

Sögulegt og traust er hjá Alþjóða Ólympíunefndinni að velja Ríó De Janiero sem heimaborg Ólympíuleikanna árið 2016 - orðið löngu tímabært að halda leikana í Suður-Ameríku, einu heimsálfunni sem fram að þessu hefur aldrei fengið að halda Ólympíuleikana.

Barack Obama varð fyrir auðmýkjandi áfalli í Kaupmannahöfn þegar Chicago var hafnað í fyrstu umferð - ég er hræddur um að margir muni velta fyrir sér hversu traustir pólitískir ráðgjafar hans eru.

Ólympíuklúður forsetans er líklegt til að auka efasemdir um styrkleika hans á alþjóðavettvangi.


mbl.is Ríó fær að halda ólympíuleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chicago fellur út þrátt fyrir stuðning Obama

Mér finnst það stórmerkileg tíðindi að Chicago hafi droppað út í fyrstu umferð í kosningu um Ólympíuleikana 2016 þrátt fyrir að Michelle og Barack Obama hafi gert sér sérstaka ferð til Kaupmannahafnar til að tala máli borgarinnar. Þetta er vandræðaleg niðurstaða fyrir Obama forseta.

Michelle hefur verið þar í nokkra daga gagngert til að auka stuðning við Chicago og Obama gerði sér ferð þangað til að bakka upp heimaborg sína, auka möguleika hennar. Þetta átti að vera mikil stjörnustund.... hann ætlaði að tryggja Chicago öruggan sigur.

Háðuglegur ósigur var það... ætli menn hafi fengið nóg af yfirdramatíseruðum vinnubrögðum Obama við að tala fyrir Chicago? Hann hafi frekar skemmt fyrir frekar en bætt stöðu borgarinnar? Eðlilegt að velta því fyrir sér.

Drudge Report gerir reyndar gott grín að Obama eftir niðurstöðuna með fyrirsögninni "The Ego has Landed" :)


mbl.is Chicago fallin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband