Friðarverðlaunahafinn Obama fjölgar í herliðinu

Mér finnst það eilítið skondið að friðarverðlaunahafinn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé að fara að fjölga hermönnum í átökunum í Afganistan. Kannski er þetta leið hans til að fagna friðarverðlaunum Nóbels? Hver veit. Kannski betra að gera þetta núna en rétt áður en Obama tekur við friðarverðlaunum 10. desember?

En auðvitað er það nettur brandari að þessi maður, sem er pólitískt óskrifað blað að mestu - hefur engu afrekað, og er að fara að fjölga hermönnum, hafi fengið þessi verðlaun. Þau hafa verið gengisfelld gríðarlega.

Obama fékk verðlaunin víst vegna þess að Thorbjörn Jagland, fyrrum krataforsætisráðherra Noregs og formaður dómnefndarinnar, var með blæti fyrir honum. Krötunum fannst þetta víst mjög flott.

Efast um að Obama sé eins glaður með þennan "heiður". Hann þarf núna kannski að fara að standa undir nafni og gera eitthvað en ekki bara kenna öðrum um allt sem aflaga fer.

mbl.is Ný áætlun í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ákvörðun hjá Baldri

Baldur Guðlaugsson tekur rétta ákvörðun með því að láta af störfum sem ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Engin sátt mun nást um hann meðan óvissa ríkir um útkomu rannsóknarnefndar og uppgjörinu á hruninu.

Auk þess efast ég um að Baldri þyki þægilegt að starfa innan Stjórnarráðsins við þessar aðstæður. Það kallar aðeins á tortryggni og neikvæða umfjöllun sem mun hundelta hann.

mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óeðlilegt að krafist hafi verið uppstokkunar

Ekki þarf pólitískan sérfræðing til að sjá að mikil óánægja var meðal sjálfstæðismanna með forystu flokksins í janúar 2009. Landsfundur átti að vera í lok mánaðarins og eðlilega voru þeir komnir af stað sem vildu uppstokkun, breyta til í flokksforystunni. Enda hefði ekki verið óeðlilegt að það hefði verið kosið milli manna og gert upp fortíðina.

Eins og flestir vita kom ekki til þess: formaður flokksins vék vegna veikinda og hætti í stjórnmálum: landsfundi var frestað um tvo mánuði. Kosningar á landsfundi tóku á sig annan blæ og svo fór að tveir þingmenn sem aldrei höfðu setið í ríkisstjórn tókust á um formennskuna. Ekki var mikil eftirspurn eftir ráðherrum fyrri tíðar í það.

Enda er eðlilegt að horft sé til framtíðar með nýju fólki sem var ekki í eldlínu ákvarðana fyrir og eftir hrun.


mbl.is „Átti bara að vera okkar á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband