Flott hjá Bjarna Ben að rífa kjaft í Stokkhólmi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á hrós skilið fyrir ádrepu sína til Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í dag. Tímabært var að íslenskir stjórnmálamenn töluðu hreint út um gildi norræns samstarfs og hvort það sé einhvers virði eftir að Norðurlöndin horfðu þegjandi og hljóðalaust á aðförina að Ísland eftir efnahagshrunið.

Algjör óþarfi er að Ísland láti þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga endalaust og eigi svo að mæta brosandi og þegjandi á fund með þessum sömu stjórnvöldum á Norðurlöndum og hafa ekkert fyrir okkur gert og verið með haltu kjafti mola uppí sér mánuðum saman.

Þetta er flott hjá Bjarna - mikið var að einhver þorfði að rífa kjaft á þessari heilögu samkundu sem er ekkert nema húmbúkk.

mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundruð ríkisstjórn rústar stöðugleikasáttmála

Flest bendir til þess að stöðugleikasáttmálinn heyri sögunni til vegna samstöðuleysis ríkisstjórnarflokkanna - á þessum örlagatímum er það skelfilegt að við völd sé ríkisstjórn sem getur hvorki tekið ákvarðanir né stýrt málum af festu.

Þegar þörf er á þjóðarsátt af sama tagi og gerð var fyrir tveimur áratugum til að rífa samfélagið upp úr doða og drunga virðist ekkert gerast. Stjórnarparinu virðist algjörlega ómögulegt að skapa von og framtíðarsýn. Sá er vandinn.

Við búum við algjöra pólitíska upplausn - ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið, getur ekki þokað málum áfram og sætt aðila vinnumarkaðarins í uppbyggingarstarfinu. Henni er ekki gefið að skapa nýja Þjóðarsátt til framtíðar.

Í þessu landi vantar samhenta og sterka ríkisstjórn sem þorir að skapa framtíðarsýn, byggja upp á rústunum og reyna að skapa stöðugleika. Hún er föst í gömlum og úreltum hjólförum, er bæði ósamhent og fjarlæg.

Trúverðugleikann vantar algjörlega. Auðvitað er sorglegt að við skulum ekki hafa neinn stöðugleiuka í stjórnmálum landsins, ríkisstjórnin er ekki samhent en virðist lafa saman við óttann að þurfa að viðurkenna að hafa mistekist.

Raunalegt og ömurlegt.


mbl.is Hafa ekkert nálgast niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband