Er hægt að treysta stjórnarparinu?

Góðs viti ef satt er að stjórnarparið Jóhanna og Steingrímur ætli að endurskoða áform um orkuskattinn. Vonandi er hægt að treysta þeim fyrir því að halda lífinu í stöðugleikasáttmálanum og standa við gefin orð. Það er til marks um sáttahug að aðilar vinnumarkaðarins hafi tekið orð þeirra trúanleg öðru sinni og reynt að byggja upp á rústum samningsins, sem stjórnvöld hafa ekki unnið heilshugar að.

En nú verða verkin að tala - ekki dugar að blaðra endalaust en sýna ekki fram á nein verk eða trausta forystu þegar hana vantar sárlega. Eins og allir muna ætlaði ríkisstjórnin í sáttmálanum að lækka vexti og styðja við bakið á atvinnulífinu. Ekki hefur það gerst að neinu marki. Þrátt fyrir marga mánuði hefur ekkert gerst - stjórnin hefur ekki staðið við sinn hluta dílsins.

En nú reynir á hvort eitthvað var að marka þessi orð og heitstrengingar nú, þegar samningurinn hékk á bláþræði. Fyrr en verkin tala er ekki hægt að taka mark á stjórnarparinu.


mbl.is Áform um orkuskatt endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband