Guðfríður Lilja tekur sér varðstöðu með Ögmundi

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er djörf og óhrædd við að standa vörð um sannfæringu sína, hún má eiga það. Frammistaða hennar í Silfri Egils í dag er henni til mikils sóma, en vekur um leið spurningar um hvaða lím sé eftir í vinstristjórninni. Hún er á síðasta snúningi - augljóst að Guðfríður Lilja tekur sér varðstöðu með Ögmundi sem stjórnarandstæðingar í Icesave-málinu og ætlar að passa upp á að sannfæring og samviska sé ekki seld ódýrt til Samfylkingarinnar, þar sem hugsjónalaus stjórnmál eiga sinn samastað.

Í besta falli er Guðfríður Lilja með orðum sínum að lýsa yfir vantrausti á verkstjórn forsætisráðherrans eða hreinlega að lýsa yfir frati á þau stjórnmál sem Samfylkingin stendur fyrir, þar sem gengið er fram af óbilgirni og barnaskap gegn vinstri grænum, sem löngum stóðu fyrir einhverjar hugsjónir en hafa verið að selja þau eins og fjölskyldusilfrið til að halda heimilinu saman. Þeir sem enn standa fyrir einhverjar hugsjónir eru ósáttir og eiga erfitt með að hemja gremjuna.

Þetta stjórnarsamstarf felur feigðina í sér.... þar loga margir eldar sem brátt geta sameinast í risabál. Kannski er ekki tilviljun að Guðfríður Lilja láti í sér heyra meðan Steingrímur er víðsfjarri, en augljóst er að mikil kergja er með það hvernig hann lætur valta yfir sig í hverju málinu á eftir öðru. Þarna eru mikil átök undir niðri. Fróðlegt verður að sjá hvernig þingflokksformaðurinn Guðfríður mun tala þegar þingið fer á fullt og þegar Icesave kemur aftur inn í þingumræðuna.


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarverð aðstoð Pólverja við Íslendinga

Ég virði það mikils við pólsk stjórnvöld að vilja leggja Íslandi lið án þess að þeir setji okkur í bóndabeygju vegna Icesave. Þetta sýnir traustan vinarhug og góðan samhug með íslensku þjóðinni. Eftir allt neikvæða talið gegn pólsku þjóðinni eru þetta merkileg skilaboð til okkar hér.

Ég er eiginlega viss um að Pólverjar hafa hlotið mun traustari sess í huga okkar eftir þessa aðstoð. Færeyingar og Pólverjar mega báðir eiga það að þeir hafa hjálpað okkur án þess að leitað hafi verið eftir framlagi þeirra og án þess að hóta okkur með Icesave. Slíkt ber að virða mikils.

mbl.is Búið að staðfesta pólska lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband