5.10.2009 | 20:52
Mónótónískur forsætisráðherra á örlagatímum
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, bauð þjóðinni upp á gamlar tuggur í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún var mónótónísk og fjarlæg, hefur ekkert fram að færa sem skiptir máli. Tími hennar er liðinn. Ríkisstjórnin er sundruð á þessum erfiðu tímum og verkstjórn forsætisráðherrans er í molum. Fólkið í landinu á ekki að þurfa að sætta sig við svo lélega ríkisstjórn á þessum örlagatímum í sögu íslensku þjóðarinnar.
Stjórnarbræðingur Samfylkingar og vinstri grænna er sundraður og ræður ekki við verkefnið. Hann hefur haft átta mánuði til að sýna hversu lélegur hann er. Þar talar hver höndin upp á móti annarri, forsætisráðherrann ræður ekki við verkefnið og fjármálaráðherrann horfir upp á flokkinn sinn molna hægt og hljótt á meðan hann makkar í Istanbúl. Þetta er sorglegur farsi.
Á meðan flytur forsætisráðherrann hálftíma stefnuræðu án framtíðarsýnar. Hún er með lélegt pólitískt bakland, þingmeirihlutinn er ekki til staðar. Það eru erfiðir tímar, stöðugleikinn er enginn og ekki von á betri tímum á vakt þessarar stjórnar. Hún ræður ekki við verkefnið. Glundroði vinstrimanna er sá hinn sami og ávallt.
![]() |
Vill óráðsíu og græðgi burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2009 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2009 | 17:03
Frábært regnhlífarinnslag hjá Degi
Ég verð að viðurkenna að ég hafði mjög mikið gaman af því að horfa á þetta flotta innslag Dags Gunnarssonar um bandarísku geimregnhlífina... ekki aðeins að hugleiða hvort þetta væri flott uppfinning heldur og þá enn frekar að sjá svipinn á þeim sem fengu að prófa gripinn og voru greinilega frekar vandræðalegir.
Skemmtileg viðbót við fréttaumfjöllunina. Lífgar aðeins upp á hversdagslegu fréttirnar um allt það leiðinlega, sem nóg er af, heima sem erlendis.
![]() |
Ný regnhlíf vekur kátínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 15:59
Ögmundur brýnir hnífa - stjórnarkreppa í augsýn?
Augljóst er að stjórnin hefur engan starfhæfan þingmeirihluta ef Ögmundur og Liljurnar ætla að spila sóló í öllum málum. Í raun má segja að þau ætli að spila djarft og haga hlutum eftir eigin hag. Auðvitað var það rétt spá að Ögmundur yrði miklu erfiðari stjórnarparinu utan ríkisstjórnar - hann hefur fríspil.
Ég held að stjórnin sé að fjara út meðan Steingrímur er í Istanbúl. Væntanlega eru örlög hennar að ráðast með leikfléttu Ögmundar og Guðfríðar Lilju. Þau hafa rofið friðinn innan vinstri grænna og ætla greinilega ekki að gefa þumlung eftir í átökunum sem standa yfir.
Kannski mun Steingrímur koma heim í nýjan veruleika, svona rétt eins og Margaret Thatcher, en leiðtogaferill hennar fjaraði út eins og frægt er í Parísarferð í nóvember 1990. Þegar hún kom heim var öllu lokið.
![]() |
Ögmundur: Var stillt upp við vegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2009 | 13:56
Fálkaorðan meðhöndluð sem járnarusl
Nú er svo farið að selja fálkaorðuna. Hver ætli hafi selt orðuna sína? Væri ekki viðeigandi að fletta hulunni af því og segja okkur hinum hver meðhöndlar heiðursorðuna sem eitthvað járnarusl og selur á uppboð. Væri ágætt að heyra meira af þeirri sögu.
En hvað með það: fálkaorðan hefur verið umdeild. Lágmark er þó að þeir sem fái hana meðhöndli hana sem þann heiður sem flestir telja hana vera og komi fram við hana af virðingu og skili henni til baka vilji þeir ekki nota hana lengur.
![]() |
Fálkaorða seld fyrir nær hálfa milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |