6.10.2009 | 23:14
Vinstrimenn vilja að ríkið hugsi fyrir þig!
Fyrir nokkrum árum var merkileg fréttaskýring í Sjónvarpinu. Þar fjallaði Páll Benediktsson um sykur í matvælum. Ég mun aldrei gleyma myndskeiði frá MS þar sem starfsmaður gekk að mjólkurtanki með sykursekk og hellti úr honum út í mjólkina. Það var verið að búa til kókómjólk, jógúrt og skyr.is að mig minnir. Skiptir svosem ekki máli. Varla eru þetta hreinar mjólkurafurðir... reyndar er umhugsunarefni hvort sé hollara kók eða kókómjólk í skólanestið.
Ef það er eitthvað sem ég gjörsamlega þoli ekki er það forræðishyggja af öllu tagi. Tal um neyslustýringu landans fer alltaf jafn mikið í pirrurnar á mér. Enn einu sinni hafa fulltrúar vinstrimanna minnt á sig og lífsskoðanir með því að reyna að hafa vit fyrir fólki með neyslusköttum. Sami gamli boðskapurinn... ríkið eigi að hugsa fyrir alla og setja alla í sama formið.
Eðlilegt er að þeir sem selja vörur mótmæli því að smurt sé ofan á 45% neyslusköttum sisvona... þegar eftir sitja sykraðar vörur sem taka ekki á sig hið sama. Er einhver munur á sykri og sykri?
![]() |
Undrast allt að 45% álögur ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 16:51
Vandræðalegar yfirlýsingar hjá Steingrími J.
Ávallt er það merki um að eitthvað sé stórlega að þegar stjórnmálamenn þurfa að koma fram æ ofan í æ og ítreka að allt sé í himnalagi. Steingrímur J. Sigfússon hljómar ótrúverðugur þegar hann þarf að segja æ ofan í æ í símanum frá Istanbúl að það sé nú allt í lagi með vinstristjórnina. Maður bíður eiginlega eftir að hann segi hið sama og Georg Bjarnfreðarson: Þetta er allt einn stór misskilningur!
Heiðarlega matið segir öllum sem fylgist með að algjört stjórnleysi er í vinstristjórninni sem kosin var til valda í vor. Hún ræður ekki við verkefnið og er strand, er í raun orðin að minnihlutastjórn með fulltyngi Ögmundararmsins í VG. Sá er veruleikinn, þetta er einfaldlega staðan. Hvernig svo sem úr henni spilast.
Glundroðakenningin lifir góðu lífi - þetta er normið hjá vinstristjórnunum. Þær lifa í besta falli árið, en geta lifað lengur og þá skaðað þjóðarbúið meira en orð fá lýst. Enda er það hin gullna staðreynd að þær lifa aldrei út kjörtímabilið. Ekki virðist þessi líkleg til afreka, er í raun orðið algjört hræ.
![]() |
Hefur trú á að stjórnin lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 15:11
PR-sýndarmennska Jóhönnu
Samfylkingin hefur nú setið í þremur ríkisstjórnum frá árinu 2007 og sat í stjórn í tæpt eitt og hálft ár áður en kom að hruninu og hafði viðskiptaráðuneytið og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins á sinni könnu. Hún flýr því ekki ábyrgðina svo glatt. Kannski er ágætt að þetta fólk biðjist afsökunar, nógu lengi hefur það aðeins viljað kenna öðrum um það sem aflaga fór.
![]() |
Biður þjóðina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 11:06
Jóhanna lætur loks í sér heyra á alþjóðavettvangi
Það tók heilt ár að tjá sig á mannamáli um þessa ömurlegu framkomu Breta - sama á hverju hefur dunið hefur þögnin verið eina vörn lélegra stjórnvalda á Íslandi. Ári eftir setningu hryðjuverkalaganna heyrist eitthvað. Ætli Jóhanna sé búin að átta sig á því að fólkið í landinu nennir ekki að styðja þá lengur sem halda kjafti þegar ráðist er að Íslandi.
Eflaust átta Jóhanna og ráðgjafar hennar sig á því að betra er að segja eitthvað en ekki neitt, sérstaklega þegar stórmál eru undir. Seint og um síðir hefur sú staðreynd komist til Jóhönnu í gegnum herráðið hennar.
![]() |
Jóhanna gagnrýnir Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 10:58
Dramatíkin í VG
Ögmundur heldur áfram að dissa Steingrím J. í Fréttablaðinu í dag. Ekki nema von að maður velti fyrir sér hvernig verði hægt að sætta þessa tvo risa vinstri grænna eftir það sem á undan er gengið. Dramatíkin í þessum eitt sinn samhenta flokki Steingríms J. er farin að minna illilega á Framsóknarflokkinn undir lok formannsferils Halldórs Ásgrímssonar - þar var hver höndin upp á móti annarri, allt lak út af þingflokksfundum og hatur meðal þingmanna hvor í annars garð var gríðarleg.
Kannski má fullyrða með sanni eitt augnablik að VG hafi ekki verið eins lengi og Framsókn í ríkisstjórn og vel megi vera að allir finni taktinn sinn aftur. Líkurnar á því hafa þó minnkað gríðarlega. Svona stórar yfirlýsingar eru skaðlegar og það er erfitt fyrir alla að halda andlitinu í svona stórum yfirlýsingum dag eftir dag. Heift og reiði Ögmundar er óbeisluð og ekki við því að búast að honum renni reiðin á næstu dögum, né heldur sé sáttatónn í huga.
Flokkurinn virðist óstarfhæfur án Steingríms J. á formannsstóli. Þeir sem næst honum standa bíða eftir heimkomu hans, ekki aðeins til að lægja öldur heldur til að taka forystuna aftur í sínar hendur. Þar er stjórnleysið algjört og ekki við því að búast að nokkur maður búist við að vinstristjórnin geti haldið velli í svona dramatík.
En staðreyndin er reyndar orðin sú að vinstristjórnin er fallin í þekkta gjá glundroðans. Hver getur mótmælt því í dag að vinstrimenn séu fastir í viðjum glundroðans, sem svo löngum hefur einkennt vinstristjórnir? Þessi stjórn er jú orðin óstarfhæf vegna glundroða og trúnaðarbrests.
![]() |
Var ekki heppilegur talsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 00:53
Ögmundur grefur undan Steingrími J.
Ólgan og óeiningin hjá vinstri grænum er meiri en svo að úr verði leyst með einhverjum samningafundum Steingríms J. Sigfússonar í Istanbúl. Klofningurinn er orðinn staðreynd og vandséð hvernig settlað verði í þeim átökum. Friðurinn var úti aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Steingrímur J. hélt til Istanbúl - hvernig ætli honum hafi liðið þegar Ögmundur tjáði sig við BBC, örfáum klukkutímum eftir að hann hélt úr landi.
Síðar hefur verið kynt undir með yfirlýsingum þeirra sem standa nærri Ögmundi í þessum væringum í flokknum. VG lítur út sem klofinn flokkur. Ríkisstjórnin stendur ekki traustum fótum. Engu líkara en við völd sé minnihlutastjórn varin af Ögmundi og stuðningsmönnum hans. Þar verði kippt í spotta í hverju stórmáli - Steingrímur J. hefur örlög stjórnarinnar í höndum Ögmundar.
Eftir að hann fór úr stjórninni hefur hann spilað sig djarft og gefur í frekar en hitt. Í kvöld segir Ögmundur í samtali við vísi að Sigmundur Davíð hafi átt ræðu kvöldsins í þinginu. Er hægt að tala skýrar? Hvað verður eftir af stjórninni þegar Steingrímur kemur heim? Þarf hann ekki að semja við Ögmund um næstu skref sín?
Hvernig getur stjórnin setið áfram án þess að Ögmundarhópurinn hafi öll tromp á hendi? Er Steingrímur J. til í þann dans?
![]() |
Hétu öll stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |