Hugrökk yfirlýsing hjá Lilju Mósesdóttur

Lilja Mósesdóttir var heiðarleg og einlæg í Silfrinu í dag þegar hún sagði hreint út að sannfæringu sinnar vegna gæti hún ekki stutt Icesave. Hugrökk og traust yfirlýsing. Mér finnst Lilja hafa styrkst mikið við að þora að fara gegn valdi stjórnarparsins og láta skynsemina og samviskuna ráða för. Þingmenn eiga ekki að selja sannfæringuna fyrir völdin, eins og svo margir hafa gert.

Lilja gerir þetta með miklum sóma. Þeir sem hafa verið andvígir því að taka Icesave á sig hljóta að líta á Lilju sem hetju fyrir að þora að tala hreint út. Þessi yfirlýsing var afdráttarlaus, einkum hvað varðaði að hún ætlar ekki að láta valta yfir sig. Svo verður að ráðast hvort meirihluti er til staðar, reyndar hefur hann aldrei verið algjör í þessu lykilmáli og stjórnin því völt í sessi.

Yfirlýsing Lilju veikir enn frekar þessa vinstristjórn, sem hefur aldrei sérstaklega traust verið. Ekki kemur að óvörum að stór hluti þjóðarinnar efist í könnun um að hún lifi kjörtímabilið af. Vinstristjórnir hafa ekki beinlínis verið vænlegar til árangurs í Íslandssögunni.

Lilja sló reyndar tvær flugur í einu höggi í dag, bæði Icesave og Jóhönnu, en það mátti skynja mikla undirliggjandi reiði hennar í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og mátti skilja sem svo að þar sé margt geymt en ekki gleymt eftir átök síðustu vikna.

mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn nær lykilstöðu á ný

Ekki kemur að óvörum að staða Sjálfstæðisflokksins styrkist mánuð eftir mánuð. Tiltrúin á vinstristjórninni og verkum hennar minnar stöðugt. Fólkið í landinu hefur áttað sig á því að vinstrið hefur engar lausnir á vandanum og stendur ekki undir því að vinna verkin.

Óánægja þeirra sem kusu vinstriflokkanna í vor leiðir til þess að þeir vilja treysta Sjálfstæðisflokknum til verka. Horft er til Sjálfstæðisflokksins sem forystuafls að nýju. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum sem vildu taka áhættuna á vinstrisveiflu.

Í sjálfu sér eru þetta engin stórtíðindi. Ávallt þegar vinstristjórn hefur tekið við völdum hefur liðið skammur tími þar til hún missir allt úr höndum eða fólkið í landinu áttar sig á því að það á völ á betri valkosti.

Hálfu ári eftir alþingiskosningar er Sjálfstæðisflokkurinn að ná lykilstöðu sinni að nýju, bæði í umræðunni og í pólitískum átökum. Vinstristjórnin veikist dag frá degi.

Svona er staðan. Óánægjan með vinstrið leiðir til þess að kjósendur vilja annan valkost. Allir sjá hver hann er.

mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband