Ingibjörg Sólrún sparkar í Jóhönnu og Össur

Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að íslenska þjóðin semji eins og sakamaður um Icesave hljómar eins og almenn skynsemi um afleitan samning - líka spark í Jóhönnu og Össur sem hafa borið samning Svavars Gestssonar og vinstri græna í gegnum þingflokk Samfylkingarinnar og lögðu pólitískt kapítal sitt undir með Steingrími J.

Fram til þessa hefur þingflokkur Samfylkingarinnar verið eins og einn maður í því að styðja þennan samning - varla heyrst þar múkk í aðra átt en þá að Íslendingum beri að standa undir þessum skuldum óreiðumanna. Hagsmunir Íslands vigta ekki þar. Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir að tala af skynsemi um þennan afleita samning.

Hitt er svo annað mál að þessi áfellisdómur yfir samningi Svavars Gestssonar frá Ingibjörgu Sólrúnu eru mikil pólitísk skilaboð innan úr Samfylkingunni og gefur eflaust til kynna þá innri baráttu sem framundan er þar þegar Jóhanna hættir, sem gerist fljótlega enda hefur hún veikst mjög í sessi og fer ekki aftur í kosningar.

Enda var Jóhanna alltaf uppfyllingarefni þar, valin til að koma Samfylkingunni gegnum síðustu kosningar, en er búin að missa þá stöðu á örfáum mánuðum.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband