Lélegur Marteinn á kjörtíma í sjónvarpi

Gamanþátturinn Marteinn, sem er sýndur á kjörtíma í sjónvarpi á föstudagskvöldi er því miður óttalegt flopp. Horfði á þáttinn fyrir viku og fannst hann hundleiðinlegur og gaf honum aftur séns í kvöld - mikil mistök.

Er til of mikils mælst að búa til íslenskan gamanþátt í íslenskum veruleika en ekki eftiröpun á frægum bandarískum þáttum eða svo yfirborðskennda að þeir drukkna í klisjunum?

Svo finnst mér hláturinn á milli atriða óttalega leiðinleg viðbót og glamursleg. Hversvegna þurfum við að búa til íslenskt sitcom sem apar upp allt hið bandaríska?

Held að sjónvarpsáhorfendur eigi skilið betri leikið efni, sem er ekki yfirborðslegt og klisjulegt - alvöru íslenskan veruleika.


Bloggfærslur 14. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband