Stuldurinn á Fangavaktinni

Rétt eins og með Næturvaktina og Dagvaktina er deilt um stuld á Fangavaktinni á netinu. Eðlilega er aðstandendum þáttanna umhugað um að efni þeirra sé ekki fjölfaldað með ólöglegum hætti. Vandinn er hinsvegar sá að í því nútímasamfélagi sem við lifum í er nær ómögulegt að koma í veg fyrir að sjóræningjaútgáfur leki út á netið af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist. Þegar að einn er lagður að velli spretta tveir upp í staðinn.

Þessi barátta kom vel fram áður með Torrent-síðuna. Þegar að fólk er orðið vant því að geta hlaðið niður efni vill það meira, þannig er það víst bara. Þetta er því erfið barátta, sumpart vonlaus. En nú reynir á málið fyrir dómstólum. Ekki fyrsta málið það tengt niðurhali á netinu. Þessi rimma verður varla minna spennandi en hinar.

En hvað varðar Fangavaktina sjálfa hefur hún allavega hlotið verðskuldaða athygli, hvort sem er meðal þeirra sem hala þáttunum af netinu, eða borga fyrir það með áskrift að Stöð 2. Fangavaktin er eins og fyrri Vaktarseríur vönduð og góð þáttaröð sem fylgir vel eftir fyrri ævintýrum Georgs, Ólafs Ragnars og Daníels.

Stjarna seríunnar er þó að mínu mati enginn þremenninganna heldur Björn Thors, sem á sannkallaðan stórleik í hlutverki Kenneths Mána, eða Ketils Mána eins og kommúnistinn sannkristni Georg Bjarnfreðarson kallar hann og hefur afskrifað hann sem Bandaríkjamann í ofanálag. Brill frammistaða.

Samt er ekki annað hægt en njóta snilldar Jóns Gnarr sem slær ekki feilnótu í túlkun sinni. Georg verður sífellt aumari tragedíupersóna eftir því sem kafað er dýpra í hann. Þessi karakter er einn af þeim sem allir elska að pirrast á, en er samt meistaralega skrifaður og Jón Gnarr fer á kostum.

mbl.is Fangavaktinni stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Kaupþing að senda þjóðinni fingurinn?

Sú staðreynd að Finnur Sveinbjörnsson geti ekki neitað hreint út skuldaafskriftum til 1998 ehf gefur til kynna að það sé mjög líklegt. Kaupþing sendir þjóðinni fingurinn muni skuldir Jóns Ásgeirs og fjölskyldu verða afskrifaðar í stórum stíl. Slíkt yrði til skammar og hlýtur að vekja grimmdarhug í samfélaginu, þar sem ekkert hefur breyst frá hruni.

Vinnubrögðin í bönkunum vekja spurningar um hvort við höfum virkilega ekkert komist áleiðis á þessu ári - kosningar og rannsókn mála hafi ekki skilað sér í bankana. Breytingin er ekki sjáanleg - yfirlýsingar af því tagi sem Finnur Sveinbjörnsson kemur með vekja aðeins þann illa grun að við séum á sama reit og þegar allt hrundi.

Eitt er þó ljóst: þjóðinni verður misboðið ef á að bjóða upp á þau málalok að Jón Ásgeir haldi 60% eignarhluta í Högum og bankinn taki 40% - skuldunum verði svo skutlað mishratt af borðinu og öllu haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Annars átti Spaugstofan góðan leik um helgina með gríni sínu um félagsmálaráðherrann sem skutlaði skuldaklyfjum Jóns Ásgeirs yfir á strípaðan meðaljóninn með hókus pókus aðferðum. JÁJ stóð eftir fínpússaður og glansandi.

Kaldhæðnin náði þó hámarki þegar gert var grín af Hamrinum og þar kominn skyggni strákurinn sem spurði Jón Ásgeir sem sat úti í haga hvað hafi orðið um skuldirnar sem hann hafði verið með.

mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband