Nýtt nafn = sami banki og sömu vinnubrögðin

Augljóst er að Arion banki ætlar sér að afskrifa tugmilljarða skuldir Bónusfeðga. Þeir njóta víst svo mikils trausts þó þeir eigi ekkert nema skuldir þessir menn. Djöfuls skömm er þetta! Þetta eru víst allar breytingarnar sem sumir hafa státað sig af síðustu mánuði. Sukkið hjá vinstristjórninni og siðleysið í bankakerfinu er algjört. Ekkert hefur breyst. Við lifum enn í firrtu samfélagi.

Eðlilegt er að spyrja sig hvaða hagsmunir ráði því að stórskuldugum mönnum er einum treyst fyrir því að byggja upp á þeim brunarústum sem þeir skilja eftir sig út um allt. Hver er á bakvið það rugl að fela þessum mönnum fyrirtækin aftur sem þeir hafa rústað sjálfir, steypt í skuldir og óreiðu. Þetta eru skrítin vinnubrögð, en ömurleg innsýn inn í siðlaust bankakerfi sem er enn eins.

Fyrir nokkrum dögum var Kaupþing aflagt og tekið upp nafnið Arion. Gjörsamlega mislukkuð extreme makeover tilraun - ekki einu sinni hægt að velja almennilegt nafn. Er verið að reyna að opna útrásarlínurnar aftur með þessu?

Hver er tilgangurinn með þessu nafni. Ekki er þetta traust íslenskt nafn sem var valið. Átti þessi banki ekki að vera á innanlandsmarkaði? Ekki hljómar það sannfærandi. Ekkert við þessa breytingu er sannfærandi.

Nýtt nafn = sami banki og sömu sukkuðu vinnubrögðin. Tíðindi dagsins staðfesta það, hafi einhver verið í vafa sem ég efast um.

mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband