Saga Maríu - vönduð bók um slysið í Héðinsfirði

Oft er sagt að ekki verði feigum forðað né ófeigum í hel komið. Saga Maríu Jóhannsdóttur, sem á líf sitt að þakka því að hafa ekki getað borgað flugferð norður í land fyrir 62 árum, er gott dæmi um það. Röð tilviljana björguðu henni frá því að farast í flugslysinu í Héðinsfirði. Þetta er merkileg saga og ég vissi ekki um hana fyrr en bókin um flugslysið kom út. Þetta er ein af þessum hvunndagssögum sem vekja alltaf athygli.

Ég vil hrósa Margréti Þóru Þórsdóttur fyrir góða bók um flugslysið í Héðinsfirði. Las hana með miklum áhuga fyrir nokkrum dögum. Eins og Margrétar er von og vísa er bókin vel rituð og yfirgripsmikil samantekt um þennan dapurlega atburð. Hvet alla til að kaupa sér bókina og lesa hana fyrir þessi jól.

Ennfremur er ástæða til að gleðjast yfir því að fréttirnar á N4 séu komnar inn í Moggafréttirnar og fréttaumfjöllun á Skjá einum. Allir fundu illilega fyrir því hér þegar N4 stoppaði í ársbyrjun - mikilvægt að það sé komið allt í fullan gang þar aftur. Megi stöðin eflast og dafna.


mbl.is Flaug yfir slysstaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin fer í hringi varðandi kostnað

Mér finnst spuni Samfylkingarinnar gegn Daniel Gros meira en lítið skondinn í ljósi þess að Samfylkingin ber ábyrgð á því fluttur var inn seðlabankastjóri frá Noregi fyrr á þessu ári. Ég veit ekki betur en greiddur hafi verið margvíslegur kostnaður vegna þess, uppihald hans og húsnæði hérlendis auk ýmissa hlunninda.

Vilji menn láta taka sig alvarlega og fara af stað með svona spuna er lágmark að þeir muni eftir norska seðlabankastjóranum og kostnaði vegna hans. Enda er augljóst að þetta er spuni gegn málflutningi Gros gegn Icesave en hann átti gott innlegg þar í vikunni.

mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband