Viðbjóðsleg vinnubrögð

Vinnubrögð Kaupþingsfélaganna í jarðakaupunum á Mýrum eru lýsandi dæmi um sukkið og svínaríið á góðæristímanum - kúlulánin og óráðsíuna. Langt var gengið til að slá sér upp á hinu og þessu, en allt var þetta innihaldslaust kjaftæði á annarra kostnað.

Þetta þarf svosem ekki að koma á óvart, eftir allt annað sem á undan er gengið, en er einn kaflinn í viðbót í þessa tragedíu þegar við héldum að hægt væri að eignast heiminn á lánum - eignast allt út á verðlausa pappíra. Allir fylgdu með í ruglinu.

Sumir kalla þetta gamla Ísland og það sem reynt er að byggja núna nýja Ísland. Innst inni vil ég hafa þetta hinsegin. Ég vil gamla Ísland aftur, Ísland þar sem unnið var heiðarlega í viðskiptum og kærleikurinn skipti einhverju máli.

Að mörgu leyti var sukktíminn nýji tíminn, tíminn þar sem allir tóku snúning og misstu fótanna í taumlausri græðgi og vemmulegu partýi þar sem allt var til sölu og hægt að kaupa hvern sem er.

Verst af öllu er að fáir voru heilsteyptir til að taka ekki þátt í þessu rugli, of margir létu spila með sig. Þetta er versta staðreyndin af þeim öllum nú. En við lærum vonandi af þessu okkar lexíu!

mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg ákvörðun á ÍNN

Mér finnst það undarleg ákvörðun hjá Ingva Hrafni að taka spjallþáttinn um pólitík á Nesinu af dagskrá ÍNN, vegna þess að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sá sér ekki fært að eiga debatt við Guðmund Magnússon kvöldið fyrir prófkjör.

Báðum var boðið í þáttinn og upptöku seinkað allavega tvisvar svo hentaði bæjarstjóranum að ræða við þann sem skorar hana á hólm. Hví ætti að henda þættinum út af dagskrá vegna þess að Ásgerður mætti ekki?

Er undarlegt í meira lagi - þessi þáttur hefði verið ákjósanleg leið fyrir sjálfstæðismenn á Nesinu til að bera saman í sjónvarpi tvo leiðtogakandidata sem berjast um að leiða listann í stað Jónmundar Guðmarssonar.

En gott er að þátturinn sé birtur á vef stöðvarinnar, eflaust munu margir horfa á hann og meta frammistöðu Guðmundar, þó betra hefði verið að Ásgerður hefði mætt.

mbl.is Þátturinn tekinn af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband