Mikilvægt að hreinsa út í bönkunum

Finnur Sveinbjörnsson tekur rétta ákvörðun með því að hætta sem bankastjóri AraJóns, áður Kaupþings. Mikilvægt er að hreinsa til í forystusveit allra bankanna, til að eiga nýtt upphaf. Ekki verður hægt að ná trúverðugleika aftur nema með nýjum stjórnendum og nýjum vinnubrögðum. Mikil vonbrigði hefur verið að sjá að undanförnu að ekkert hefur breyst í þessum bönkum.

Þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti er eins og tíminn hafi staðið í stað í bönkunum. Sama spillingin og sukkið heldur áfram með nýjum yfirmönnum, eða oftar en ekki yfirmönnum sem voru millistjórnendur eða þátttakendur í gamla sukkinu. Hið nýja er ekki skárra, öðru nær.

Taka þarf til, trúverðugleikinn er löngu farinn og það þarf að gefa fólki trú og von um að nýjir tímar tákni ný vinnubrögð en ekki meira af gamla sukkinu.

mbl.is Finnur Sveinbjörnsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkileg aðför Steingríms að þingræðinu

Ekki var hátt risið á Steingrími J. Sigfússyni í kvöld þegar hann réðst að þingræðinu með ómaklegum og nauðaómerkilegum hætti. Svona orðaval er ekki til sóma ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Augljóst er að Steingrímur er hundfúll með að geta ekki stjórnað þinginu og tuktað það til. Hann talar þannig að handstýra eigi þinginu til verka, það eigi að vera framlengingarsnúra framkvæmdavaldsins.

Engu líkara er en Steingrímur hafi snúist í marga hringi hjá Samfylkingunni, hann er eins og umsnúningur - skuggi þess háværa manns sem forðum var í stjórnarandstöðu. Prinsippin eru löngu gleymd og hvað varð um hugsjónirnar?

En svona orðaval um Alþingi eru til skammar. Þeir eru ósköp litlir karlar sem svona tala. Nær væri hinsvegar að velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé vandanum vaxin. Hún er í tómu tjóni.

mbl.is Fjáraukalög rædd á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband