Gögnum leynt - uppljóstrun á elleftu stundu

Mér finnst það mjög alvarlegt mál að það sé upplýst á elleftu stundu fyrir atkvæðagreiðslu um Icesave að gögnum hafi verið leynt fyrir þingi og þjóð, lykilgögnum í málinu. Hverslags vinnubrögð eru þetta? Það er ekki viðunandi að 29. desember 2009 sé upplýst um lykilgögn sem stungið var undir stól í mars og apríl 2009, fyrir tæpu ári. Eða þaðan af síðar? Við erum að tala um stórt mál og það eru enn að detta inn gögn á fundinn rétt áður en gengið er til atkvæða.

Er það virkilega rétt að samninganefndin hafi leynt ráðherra og þingmenn gögnum og utanríkisráðherra hafi ekki setið fund á vegum Mischon de Reya. Var þetta kannski skyggnilýsingafundur með ráðherranum? Manni er spurn. Þingið á að stöðva umræðuna og kalla til fundar í fjárlaganefnd, hið minnsta, og kalla til aðalsamningamanninn, Svavar Gestsson, og fá svör við þessum álitaefnum.

Mér fannst það raunalegt að sjá Steingrím áðan segja sisvona: róið ykkur krakkar mínir, þetta er stormur í vatnsglasi. Meira ruglið. Þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn og það er eðlilegt að fara að velta því fyrir sér hvort honum sé sætt lengur. Hann hefur klúðrað nóg þessi maður og þeir sem hafa unnið á hans vakt. Þetta mál er allt eitt klúður hjá þessum ráðherra!

mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um samvisku og sannfæringu þingmanna?

Pínlegt er að sjá Steingrím J. tukta til þingmenn vinstri grænna í Icesave með því að þeir verði að segja skilið við samvisku sína og sannfæringu sem kjörnir þingmenn. Forðum daga var þessi sami maður að flytja langar þingræður um mikilvægi þess að þingmenn stæðu vörð um sannfæringu sína og færu ekki á bak orða sinna - seldu ekki samviskuna fyrir völd.

En um Steingrím J, sem hefur svikið allar hugsjónir sínar í valdagræðginni, vonina um að fá að ráða meira á morgun en í dag og helst gefa ekkert eftir, má nota spakmælið: en það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Raunalegt en eilítið kómískt að sjá hvernig þessir vinstrimenn hafa umpólast í valdagræðginni á einni nóttu.

Nú er verið að tuska þingmennina til, skítt með hugsjónir, sannfæringu eða samvisku. Þeir þurfa að fara eftir liðsheildinni. Vinstri grænir minna æ meira á Framsóknarflokkinn með hverjum deginum sem líður. Raunaleg örlög, vægast sagt.

Ásmundur Einar Daðason verður að hugsa vel hvað hann gerir í þessum efnum. Hann má ekki láta valdagráðuga formanninn sinn spila með sig í þessum efnum. Vilji hann verða trúverðugur sem formaður Heimssýnar er valið einfalt.

Ég mun í það minnsta segja mig úr Heimssýn geti formaðurinn þar ekki staðið í lappirnar.

mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband