Sukkuð vinnubrögð - þarfar uppljóstranir

Þeir á WikiLeaks eiga hrós skilið fyrir að hafa birt mikilvæg gögn sem varpa ljósi á aðdraganda bankahrunsins og veruleikann sem hefur verið í gangi í íslensku viðskiptalífi. Lánabók Kaupþings, nú AraJóns, var plagg sem gott var að fá fram í dagsljósið og opna umræðuna um siðlaus vinnubrögð í bankakerfinu og sukkað andrúmsloft í kringum eigendurna.

SMS-skilaboðin á milli Þorsteins Ingasonar og Finns Ingólfssonar, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra, eru merkilegt innlegg í umræðuna - gefa til kynna skjalafals á æðstu stöðum í Kaupþingi. Kannski ekki mesta uppljóstrun síðustu vikna, hvorki innan eða utan þessa vefs, en ágætis innsýn í vinnubrögðin bakvið tjöldin.

Efa ekki að brátt munu mikilvæg skjöl fara að leka. Öll bíðum við svo eftir rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem vonandi verður tappað af ólgunni og óánægjunni meðal landsmanna. Allir bíða eftir skýrslunni og vona að hún verði ekta uppgjör. Upphaf á nýjum tímum.

Án uppgjörs á fortíðinni verður erfitt að horfa til framtíðar og hugsa um nýja tíma í samfélaginu.

mbl.is SMS skilaboð til Finns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkur veruleiki

Nett absúrd að fylgjast með manninum sem á ekkert nema skuldir skottast inn og út úr banka til að redda sér. Er með skuldir á við 58-faldan rekstrarhagnað á fjölmiðlaveldinu og allt heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ætli honum verði reddað?

Sjúkt.

mbl.is Hátt skuldahlutfall hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur Steingríms J. gagnvart lýðræðinu

Ekki hljómar Steingrímur J. sannfærandi þegar hann talar gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave - sem rúmlega 10% þjóðarinnar hefur nú farið fram á. Ekki hentar fyrir vinstristjórnina að láta kjósa um þetta mál, hver vill annars leggja pólitískt kapítal sitt undir í slíkri kosningu og verja þennan óskapnað?

Þennan afleita samning Svavars Gestssonar og vinstri grænna? Ekki virðist Steingrímur J. vilja leggja í þennan slag, kannski ekki undarlegt miðað við stöðuna þar sem málið er í sjálfheldu og engar líkur á að það komist í gegn nema með því að nauðga lýðræðinu.

Þetta er samt algjör tvískinnungur hjá Steingrími J. Sigfússyni. Hann hefur í þessu stjórnarsamstarfi breyst í pólitíska hryggðarmynd, stjórnmálamann sem hefur svikið öll sín loforð, allar sínar hugsjónir og pólitíska sannfæringu fyrir völdin - hann er orðinn valdagráðugt grey.

Sorglegt eintak af þeirri týpu sem hann gagnrýndi sjálfur áður. En það er svosem í takt við margt annað. En ein spurning: hvernig getur VG verið trúverðugt með leiðtoga sem er þegar farinn að vinna gegn sjálfkrafa kosningu um stórmál?

Væri ekki ágætt að þeir myndu sjálfir fara að standa við það sem þeir hafa gasprað um árum saman og sjálfir lagt á ráðin með? Þó ekki henti þeim pólitískt að láta reyna á lýðræðið.

En það er svona að andskotinn hittir stundum ömmu sína.

mbl.is Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband