Var Atli Gíslason sendur á hlýðninámskeið?

Fregnir af fjarveru Atla Gíslason af þingi í miðri Icesave-þingumræðu er vandræðaleg viðbót fyrir vinstri græna, flokkinn sem ætlaði að vera svo gegnsær og traustur í ríkisstjórn en er orðin táknmynd pukurs og leynimakks í vinnubrögðum. 

Engu er líkara en Atli hafi verið sendur á hlýðninámskeið - svona til að hann færi nú ekki að gera einhverja vitleysu. Kannski er það líka eina leiðin til að greyið verði ráðherra eða fái einhverja bitlinga, en hann hefur hingað til setið hjá í þeim efnum.

Raunalegt fyrir alla hlutaðeigandi. Lítur út eins og karlgreyið hafi verið tekinn úr umferð meðan Icesave er rætt, er á viðkvæmum tímapunkti í þinginu.

mbl.is Atli í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband