Ögmundur og Lilja fara gegn flokksaganum

Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu var að mestu fyrirsjáanleg. Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir eiga þó heiður skilið fyrir að þora að fara gegn flokksaganum og þrýstingi frá Samfylkingunni í þessari kosningu.

Þau styrkjast pólitískt með því að standa í lappirnar meðan margir flokksfélagar þeirra þora því ekki. Þau fóru allavega ekki á hlýðninámskeiðið með Atla Gíslasyni, sem var sendur í frí til að þurfa ekki að kjósa um Icesave.

Lágkúrulegt.

mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn stingur af frá Icesave

Samningur stjórnar og stjórnarandstöðu um málsmeðferð Icesave mun vonandi leiða til þess að svör fáist við áleitnum spurningum um málið. Flótti Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Ohio, svo hann þurfi ekki að taka við málinu er augljóst merki þess að hann getur ekki horfst í augu við þjóðina, sem hefur krafist þess að fá að eiga lokaorðið um Icesave.

Augljós þjóðarvilji er fyrir því að stjórnmálamenn eigi ekki síðasta orðið í þessu máli. Þessi forseti sagði forðum að gjá væri milli þings og þjóðar. Hún er sannarlega til staðar í þessu umdeilda máli, mun frekar en í því máli sem hann talaði um. Þessi forseti er óttalega lítill karl ef hann er ekki samkvæmur sjálfum sér og tekur sömu afstöðu og fyrir fimm árum.

En sennilega er hann flúinn, stingur af frá Icesave - til þess að þurfa ekki að standa við fyrri yfirlýsingar um gjána margfrægu. Kannski er málið einmitt það að forsetinn er fallinn í gjána sjálfur.

mbl.is Ágreiningurinn leystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband