Þráinn bjargar vinstristjórninni frá falli

Vinstristjórnin hefði lognast út af í gær hefði Þráinn Bertelsson ekki lagt henni lið. Örlög Icesave-málsins ráðast því á afstöðu Þráins þegar ljóst er að nokkrir þingmenn vinstri grænna hafa risið upp og kosið eftir sannfæringu sinni en ekki flokksaga af svipuðu tagi og í ESB-kosningunni í júlí og fyrri Icesave-kosningunni í ágúst.

Í raun má velta fyrir sér hversu sterkt umboð ríkisstjórnin hefur í Icesave-málinu eftir niðurstöðu gærdagsins þegar haldreipi hennar er óháður þingmaður framboðs sem lagðist gegn Icesave í kosningabaráttunni síðasta vor. Lífstrengur vinstristjórnarinnar er ekki sterkur þegar treysta þarf á minnihlutaþingmenn.

En þetta hefur svosem verið vitað mál mánuðum saman. Vinstristjórnin samdi um Icesave í júní án þess að hafa þingmeirihluta og hefur aldrei haft sterkt umboð í þinginu til verka. Atkvæðagreiðslur um málið þar sýna veikleikamerkin á verkstjórninni í málinu.

mbl.is Engin lokadagsetning í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband