Hótel Valhöll brennur

Hið sögufræga hús, Hótel Valhöll, brennur nú til grunna á Þingvöllum. Mikil og merkileg saga fylgir þessu hóteli og mikill sjónarsviptir af því. Mjög táknrænt er að Hótel Valhöll brenni á þessum degi, en 39 ár eru liðin frá því að Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans, og Benedikt Vilmundarson, dóttursonur þeirra, fórust þegar forsætisráðherrabústaðurinn brann 10. júlí 1970.

Í hvert sinn sem ég fór til Þingvalla leit ég við í Hótel Valhöll og hef alltaf metið húsið mikils. Þetta eru leiðinleg endalok á hótelstarfinu á svæðinu en vonandi ekki endalok á veitingarekstri á þessum stað.

mbl.is Valhöll brennur til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarverð afstaða - sannfæring og samviska

Mér finnst að aðrir þingmenn geti lært nokkuð af yngsta þingmanni þjóðarinnar, Ásmundi Einari Daðasyni, sem lætur ekki kúga sig til fylgilags og stendur vörð um sannfæringu sína, þorir að skamma formenn stjórnarflokkanna, sérstaklega formann flokksins síns, í ræðustól og vera alveg ófeiminn við það. Svona á að gera það, hafa sannfæringu og samvisku og láta hana ráða för. Þetta er virðingarverð afstaða. Sannfæring þingmanna á ekki að vera aukaatriði. Þeir sem hafa mest talað um sannfæringu þingmanns en vilja brjóta hana niður nú með þessum hætti eru aumkunnarverðir hræsnarar.
mbl.is Ásmundur farinn í heyskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannfæring þingmanns víkur fyrir formannaræðinu

Eftir allt blaðrið árum saman hjá vinstri grænum um sannfæringu hvers þingmanns er skondið að sjá það skotið í kaf af Steingrími J. þegar þeir hafa einhver völd. Mér finnst það til fyrirmyndar hjá Ásmundi Einari Daðasyni að fara í ræðustól, gera grein fyrir vinnubrögðunum þar sem sannfæring hans átti að víkja vegna þröngra flokkshagsmuna, hinu gamalkunna formannaræði í þinginu, og yfirgefa síðan þingsalinn.

Þetta er traust yfirlýsing og honum til fyrirmyndar. Hann kastar gegnblautri tuskunni beint framan í formann flokksins og fjármálaráðherrann, sem virðist vera að örmagnast, orðinn áttavilltur og pólitískt aumur, væntanlega að fjara pólitískt út í boði Samfylkingarinnar. Ásmundur, sem er nýliði á þingi, gerir þetta flott og þetta er honum til mikils sóma.

mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband