Táknrænn bruni á Þingvöllum

Afar sorglegt er að sjá kranann jafna Hótel Valhöll, sögufrægt hús á Þingvöllum, við jörðu. Döpur sjón. Ég er sammála þeim sem telja brunann táknræn tíðindi - einkum í ljósi þess hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni og umræðunni á Alþingi um aðild að Evrópusambandinu og hinn afleita Icesave-samning sem verður sífellt daprari eftir því sem dýpra er kafað í vinnubrögðin og tilraunir sumra til að semja þjóðina í skuldafangelsi fyrir opnar dyr Samfylkingarinnar til Brussel.

Já, þetta er táknrænt í meira lagi. Symbólískt að sjá bruna á helgasta stað þjóðarinnar á þessum tímum í sögu þjóðarinnar, þegar við stjórnvölinn er fólk sem er meira umhugað um að leika sér með þeim beittu Íslendinga harðræði.

mbl.is Hótel Valhöll jafnað við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband