Afglöp íslenskra stjórnvalda

Eftir því sem meira verður ljóst um vinnubrögð íslensku samninganefndarinnar í mikilvægum málum eftir hrun kemur æ betur í ljós hversu mikil afglöp íslenskra stjórnvalda voru. Þau hafa samið af sér í hverju lykilmálinu á eftir öðru og látið spila með sig. Þetta er grafalvarlegt mál, skrifast fyrst og fremst á úrelt vinnubrögð þar sem skipað hefur verið í stöður á pólitískum forsendum frekar en faglegum. Spilað er með fjöregg þjóðarinnar og ekki lagt viturlega undir.

Vond eru örlög einnar þjóðar sem telur sig njóta virðingar en hefur verið barin til hlýðni, er tekin og flengd öðrum til viðvörunar fyrir Evrópubáknið í Brussel. Eitt er að láta aðra fara svona með sig en þegar stjórnvöld láta spila með sig og fífla sig er eðlilegt að spyrja hvort pólitískri forystu sé treystandi fyrir forystu lykilmála.

mbl.is Starfsmenn AGS mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband