13.7.2009 | 23:52
Davíð snýr aftur í miðju átaka á örlagatímum
Undrast það ekki, enda augljóst að hann ætlar sér hlutverk í þjóðmálum, hvort sem það verður með virkri þátttöku í fremstu víglínu eða með því að vera álitsgjafi og tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum. Enda eðlilegt að Davíð Oddsson tjái skoðanir sínar. Full þörf á því ef marka má viðbrögðin.
Auðvitað benti Davíð á hið augljósa að ríkisábyrgð hvíldi ekki á bönkunum eftir einkavæðingu þeirra. Hví var farið fram á ríkisábyrgð hafi hún verið til staðar? Svo er undarlegt að þurfi að rífast um réttarríkið og hví mál eigi að reka fyrir íslenskum dómstólum.
Davíð er þannig maður að hann kallar fram miklar tilfinningar og skoðanir meðal þjóðar sinnar. Þetta viðtal er rétt eins og Morgunblaðsviðtalið traust tjáning manns sem var í miðri örlagaríkri atburðarás í sögu þjóðarinnar.
Hann er þó fyrst og fremst að taka slaginn gegn auvirðilegum samningi stjórnvalda, sem hafa meðal annars verið flokkuð sem landráð og svik við þjóðina. Fjöldi fólks finnur sinn traustasta málsvara í Davíð.
Með þennan boðskap í farteskinu og afgerandi tjáningu gegn þessum samningi er eðlilegt að fólk taki afstöðu og virði fyrst og fremst að hann tali þjóðina upp til baráttu gegn illum örlögum.
![]() |
Engin ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 21:44
Aum eftiráskýring Steingríms - slappt haldreipi
Mér fannst það meira en eilítið kostulegt að hlusta á Steingrím J. Sigfússon segja á Skjá einum í kvöld að EES-samningurinn hafi verið undir í samningaviðræðum um Icesave. Hví sagði hann þetta ekki fyrr? Er þetta ein af þessum aumu eftiráskýringum stjórnarflokkanna til að réttlæta þetta risastóra skuldabréf sem þeir eru með til meðferðar í þinginu eða bara slappt haldreipi í máli sem erfitt er að réttlæta fyrir fólkinu í landinu?
Reyndar er eðlilegt að velta fyrir sér hverslags aumingjaskapur felst í þessum lélegu vörnum fyrir þennan afleita Icesave-samning. Augljóst er að stjórnvöld voru kúguð til samkomulags og svo blasir við að Samfylkingin taldi eðlilegt að semja um hvað sem er fyrir veika von um blautan draum um Evrópusambandsaðild. Forgangsröðunin er meira en lítið brengluð hjá þeim sem eru á vaktinni.
![]() |
EES-samningurinn var í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 18:47
Davíð talar hreint út um Icesave
Líst vel á það hjá Sölva og Þorbirni að fá marga gesti og fara heiðarlega yfir þetta mál. Þetta verður eflaust beitt og góð yfirsýn yfir mesta átakamál samtímans, mál sem hefur kallað fram gjá milli þings og þjóðar.
![]() |
Davíð í Málefninu í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 18:43
Jóhanna hótar vinstri grænum stjórnarslitum
Þessi stjórnmál hótana, með því að hóta þingmönnum í þingsalnum að þeir eigi nú að vera þægir og ganga í takt, eru víst starfshættirnir sem tilheyra vinstristjórninni. Samfylkingin hótar vinstri grænum alveg miskunnarlaust, fyrst undir rauðri kratarós en nú í sjálfum þingsalnum með orðavali forsætisráðherrans. Þeir hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum sem kusu þessa flokka til að fá breytingar.
En við hverju var annars að búast af formönnum stjórnarflokkanna sem hafa verið á þingi í um eða yfir þrjá áratugi? Þetta er kerfispar sem er bæði gamaldags og úrelt að öllu leyti. Undarlegast af öllu er að sjá Steingrím kúgaðan á stjórnarheimilinu. Aumingja þeir sem treystu þeirri gungu og druslu fyrir þjóðarhag.
![]() |
Vonandi starfhæf ríkisstjórn eftir atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 15:03
Yndisleg landsmótshelgi á Akureyri
Leitt að heyra af þessum eftirmálum maraþonhlaupsins. Þetta er ekki skemmtileg lokafrétt vel heppnaðs móts og ekki til sóma.
![]() |
Deilt um úrslit í maraþoni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)