Harkaleg viðvörun til Steingríms J. úr heimahéraði

Mér hlýnaði nokkuð um hjartarætur þegar ég las bréf tólf (kunnugleg tala) félaga og frambjóðenda úr VG til Steingríms J. Sigfússonar, lærisveina úr héraði myndi einhver segja. Þetta bréf sýnir kraft, kjark og þor flokksmanna í VG í kjördæminu, sem hingað til hafa fylgt Steingrími J. hvað sem tautar og raular. Þarna sést að kjarninn í flokksstarfinu í heimahéraði Steingríms sættir sig ekki við hvað sem er.

Þetta er viðvörun til flokksleiðtogans um að ekki verði sætt sig við svik á kosningaloforðum og u-beygju frá flokkssamþykktum í mikilvægum málum, lykilmáli á borð við Evrópusambandsaðild. Skilaboðin eru mjög skýr.

Eflaust er þetta mesta pólitíska áfall Steingríms J. Sigfússonar. Þarna sést að það molnar undan honum á heimavelli, í lykilhéruðum í Norðausturkjördæmi. Vissulega merkileg tíðindi.

Eflaust blása vindarnir í aðrar áttir innan VG á næstu mánuðum. Ekki þarf að efast um að mjög gengur nú á pólitískt kapítal Steingríms.

mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorað á Davíð að taka þátt í baráttu örlagatímanna

Ég er ekki undrandi á því að skorað sé á Davíð Oddsson til þátttöku í stjórnmálum eða með því að tjá sig um þjóðmál. Skoðanir hans eiga sér samhljóm meðal stórs hluta þjóðarinnar, einkum þeirra sem vilja taka slaginn við stjórnvöld í landinu og þann afleita Icesave-samning sem þau eru að reyna að koma í gegnum þingið, samningi sem á ekki stuðning þjóðarinnar.

Fjöldi fólks telur Davíð góðan fulltrúa sinn í þeirri baráttu og eðlilegt að hann taki þeim áskorunum og verði virkur í þeim átökum með einum eða öðrum hætti.

mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkrabílar og forgangsakstur

Mildi var að ekki var sjúklingur í sjúkrabílnum sem ekið var í hliðina á. Þetta vekur spurningar um hvort ökumenn víki ekki fyrir sjúkrabílum í forgangsakstri. Lágmarkskrafa til ökumanna er að þeir virði að sjúkrabílar hafi algjöran forgang á veginum og hliðri til fyrir þeim. Ég hef séð nokkur dæmi þess í umferðinni að þetta hafi ekki gerst. Sumir flýta sér mikið í umferðinni og hugleiða ekki hversu mikilvægt er að hliðrað sé til fyrir sjúkrabílum í umferðarhnút eða ös.


mbl.is Var í forgangsakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband