Brenglað fréttamat Ríkisútvarpsins

Í miðjum klíðum lokaumræðu um aðild að Evrópusambandinu finnst mér trúverðugleiki fréttastofu Ríkisútvarpsins dala gríðarlega. Í kvöld margtuggði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir upp að afstaða þingmanna Borgarahreyfingarinnar væri fráhvarf frá kosningastefnu og gerði mikið úr því í viðtali við Birgittu Jónsdóttur, alþingismann Borgara, að hún væri í plotti með atkvæði sín og hefði svikið málstaðinn. Þetta var svo endurtekið vel eftir viðtal Jóhönnu við Þór Saari í Kastljósi.

Eðlilegt er að spyrja hvort skipti meira máli eitthvað sem Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir sögðu fyrir kosningar eða algjör viðsnúningur Steingríms J. Sigfússonar og fleiri þingmanna VG í ESB-málinu, aðeins fyrir völdin. Veit ekki betur en Steingrímur J. hafi kokgleypt kosningastefnu VG og flokksstefnuna um ESB fyrir það að verða einn valdamesti maður landsins, ferðafélagi Jóhönnu og Samfylkingarþingmannanna, ESB-trúboðanna 20.

Hvar er mat Ríkisútvarpsins? Ætla þeir að tapa trúverðugleikanum í þessari ESB-hringekju Samfylkingarinnar, þeirri sömu og Steingrímur J. er orðinn svo áttavilltur í?


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplausn á Alþingi - leyndarhjúpur yfir ESB

Alveg kostulegt er að fylgjast með Alþingi. Upplausnin þar er algjör... fundum frestað og þeir svo settir á til að tilkynna enn frekari frestanir. Vinstriflokkarnir eru algjörlega búnir að gera upp á bak... búnir að klúðra sínum málum og algjörlega strandaðir.

Hvers vegna slá þeir leyndarhjúp um mikilvægar skýrslur - ætluðu þeir ekki að auka gegnsæið og miðla upplýsingum til fólksins í landinu?

Ég yrði ekki hissa á því að þessi stjórn sligaðist brátt vegna þrýstings frá grasrót vinstri grænna, sem vilja ekki svona vinnubrögð.

mbl.is Þingfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin vill beinskeytta þjóðmálaumræðu

Augljóst er að vinsældir spjallþáttarins á Skjá einum er til marks um mikinn áhuga almennings á beinskeyttri þjóðmálaumræðu. Því er undarlegt að Ríkisútvarpið hafi sent Kastljósið í sumarfrí þegar mestu hitamál samtímans eru til umræðu í þinginu og verið að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar. Með þessu er ríkisfjölmiðillinn ekki að sinna skyldum sínum við almenning. Sú ákvörðun að kalla þáttinn til baka eitt kvöld lítur fyrst og fremst út sem úrræði gegn þætti samkeppnisaðilans.

Eftir að Ísland í dag á Stöð 2 varð að Séð og heyrt í sjónvarpi og glansandi glamúrshow er hlutverk Kastljóssins enn mikilvægara að mínu mati. Sumarfrí þar á þessum tíma er því frekar óraunverulegt þó sennilega þurfi að spara til að færa okkur Lost, Ugly Betty og Leiðarljós.... undarleg forgangsröðun það.

mbl.is Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband