Yfirnáttúrulegt eða hrein lygasaga?

Mér finnst sagan af stelpunni sem keyrði í svefni frá Húsafelli til Keflavíkur einum of til að vera sönn. Finnst þetta fjarstæðukennt. Nema þá að hægt sé að ganga í svefni, skrifa og hugsa alla hluti í svefni og gera þá óaðfinnanlega. Eitthvað við þetta hljómar meira en lítið óraunverulegt.

Ég hef reyndar lengi velt fyrir mér hvort hægt sé að ganga í svefni og gera alla mögulega hluti. Eitthvað við það sem er svolítið sérstakt. Stemmir ekki allt saman.

Þessi saga líkist frekar absúrd sögu í kvikmynd frekar en raunverulegum atburðum. Svo þarf hugmyndaflugið að ákveða hvort þetta sé satt... eða geti gerst.

Efast um það.


mbl.is Ók landshluta á milli í svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband