Ísland þarf að borga þvert á yfirlýsingar Steingríms

Nú er ljóst að þvert á allar yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar þurfa Íslendingar að borga kostnað Breta í Icesave-málinu. Hvernig stendur á því að fjármálaráðherrann getur ekki sagt bara satt og viðurkennt hvað felst í samkomulaginu? Ég held að þjóðin sé búin að fá alveg nóg af svona útúrsnúningum og tilraunum til blekkinga.

Þessi ákvæði eru niðurlægjandi - íslenska samninganefndin hefur algjörlega beygt sig í duftið í samningsgerðinni. Hún samdi af sér, hugsaði um hagsmuni annarra en Íslendinga. Þetta eru mestu afglöp íslenskrar stjórnmálasögu.

Ekki þýðir fyrir vinstri græna að benda á aðra í þeim efnum. Þeir gerðu þennan samning og skrifuðu undir hann - bera á honum fulla ábyrgð og verða að taka skellinn á sig, enda útilokað að þjóðin sætti sig við svona afglöp.


mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband