Bretar og Hollendingar kippa í spotta hjá IMF

Augljóst er nú að Bretar og Hollendingar hafa kippt í spotta hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að tryggja að Íslendingar verði neyddir til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Þarna glittir í það veldi sem sumir vilja semja okkur inn í með aðild að Evrópusambandinu, Brussel-valdið margfræga. Þetta hefur Samfylkingin sætt sig við fyrir aðförina að Íslandi, fyrst með því að taka ekki slaginn við Brown.

Fyrir nokkrum vikum hótaði Gordon Brown íslensku þjóðinni því að toga í spotta hjá IMF til að taka okkur í bóndabeygju. Þetta er staðfesting þess að þeir hafa öll tögl og hagldir í IMF. Þar verður hugsað um þessar skuldbindingar fyrst og fremst.

Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar þær hefjast, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.

Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.

mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband