Heiðarleg barátta - gamall skotgrafahernaður

Mjög sérstakt hefur verið að fylgjast með umræðunni eftir Moggaviðtalið við Davíð Oddsson. Margir gagnrýna Davíð Oddsson á gömlum forsendum en vilja mun síður tala um helsta atriðið í viðtalinu; sjálft Icesave-málið. Gamalt og rótgróið hatur blindar sem fyrr dómgreind margra þegar kemur að þessu viðtali. Business as usual kannski, en hvað með það sumir vilja frekar fara í gamla áróðursgírinn í stað þess að tala heiðarlega um viðtalið.

Mér finnst það góða við þetta viðtal og afgerandi boðskapinn gegn Icesave-samkomulaginu að þar kemur maður sem við getum treyst á að sé fremst í víglínunni, tali kjark og kraft í þjóðina og tekur um leið slaginn við þá sem vilja fórna öllu fyrir auðveldu leiðina út úr vandanum; að binda landsmenn í skuldafangelsi og gangast undir skilyrði annarra. Stóri boðskapur viðtalsins við Davíð er einmitt að við eigum að berjast meðan stætt er.

Mér finnst alveg óþarfi að leyfa hælbítum að eiga síðasta orðið og horfa á Samfylkinguna semja allt frá okkur fyrir opnar dyr til Brussel. Mun heiðarlegra er að taka slaginn og berjast... frekar en gleypa sannfæringu sína og lífsskoðanir eins og Steingrímur Jóhann gerir. Hann hlýtur að hafa vonda samvisku sá maður.

En kannski eru stóru tíðindin einmitt þau að hann rogast um með byrði sem sligar hann fljótlega. Hverjum finnst Steingrímur tala af sannfæringu og skoðanaljóma þessa dagana?

mbl.is Fréttaskýring: „Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband