Aðför að fjölmiðlum með Kaupþingslögbanni

Lögbann á umfjöllun um lánafyrirgreiðslur Kaupþings er alvarleg aðför að fjölmiðlun á Íslandi. Eðlilegt er að fjölmiðlar segi frá slíkum stórfréttum. Þegar lánabók verður aðgengileg á netinu, birt þar opinberlega, kemur það öllum landsmönnum við og eðlilegt að það sé fjallað um það.

Fólkið í landinu á rétt á að vita hverslags ósómi og siðleysi viðgekkst í bönkunum sérstaklega síðustu dagana fyrir hrunið.

Aldrei mun nást sátt um það að þagga niður í fjölmiðlum með þessum hætti.


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsvinurinn Eva - dugleysi íslenskra stjórnvalda

Eva Joly á heiður skilið fyrir að tjá máli Íslands á alþjóðavettvangi á þessum erfiðu tímum. Hún talar tæpitungulaust og stendur sig betur en þeir sem ráða för í ríkisstjórn Íslands, þeir sem ættu að vera að berjast fyrir því að Ísland sé ekki sparkað í svaðið. Aumingjaskapur íslenskra stjórnvalda, bæði þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og þeirrar sem áður sat, verður lengi í minnum hafður. Þar hefur verið setið hjá og horft á miskunnarlaust einelti gegn Íslandi, árás vestrænna þjóða á varnarlaust land.

Mér finnst það gott að Eva tali hreint út, segi sem allir vita að við stöndum ekki undir öllum skuldbindingum sem settar eru á íslensku þjóðina með valdi. Mér finnst það henni til sóma að tjá sig með þessum hætti. Þeir sem setið hafa í ríkisstjórn síðasta árið og gert hver mistökin á eftir öðrum ættu að taka boðskapinn til sín og viðurkenna fyrir sjálfum sér og íslensku þjóðinni að illa hafi verið að verki staðið og við sætt okkur við meira ofbeldi en við eigum að láta bjóða okkur orðalaust. 

Þau einu sem hafa talað hreint út til þjóðarinnar, peppað hana upp og talað kjark og kraft til þjóðarinnar eru Eva Joly og Davíð Oddsson. Þau segja bæði að við stöndum ekki undir þessum þunga, fólk muni flýja og Ísland verða eitt fátækasta land í heimi.

Skilaboðin eru einföld en þau tala bæði heiðarlega... tala þjóðarinnar á mannamáli. Þau standa sig betur en þeir sem eiga að vera að stjórna landinu.

Eðlilega er spurt hvar fólkið sé sem eigi að vera í þessu hlutverki? Eru þau kannski upptekin við að komast til Brussel?

Þau ættu að skammast til að fara nú til þeirra sem véla um þessi mál og reyna á hvort Ísland eigi einhverja vini.

Þau ættu að hlusta á Evu!


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best sem síðast hlær

Ég verð að viðurkenna að mér fannst það kómískt og fjarstæðukennt í meira lagi þegar sjáandinn Lára spáði jarðskjálfta fyrir nokkrum dögum og nefndi meira að segja tímasetningu. Skjálftinn kom nokkrum dögum síðar og á tólfta tímanum eins og Lára spáði fyrir um. Sá hlær best sem síðast hlær, var eitt sinn sagt.

Veit svosem ekki hverju skal trúa. Gert hafði verið grín að Láru eftir að í ljós kom að maður hennar var að selja svokölluð skjálftahús og það sett í samhengi. Mér finnst nú samt sem Lára hafi spáð sterkari skjálfta, ef marka mátti dramatíska spá hennar. En hvað með það. Lára er eflaust í skýjunum á meðan við hin veltum fyrir okkur hvort þetta var auglýsingatrix eða raunverulegur spádómur.

mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan í gulu dragtinni deyr

Með andláti Corazon Aquino lýkur merkilegu tímabili í sögu Filippseyja og í stjórnmálasögu Asíu sem kenna má við Marcos og Aquino - valdaátökin miklu sem enduðu með falli Marcos-stjórnarinnar árið 1986 og er konan í gulu dragtinni náði völdum. Eftir að eiginmaður hennar, Ninoy, var myrtur við heimkomuna til Filippseyja árið 1983 varð Cory Aquino andlit byltingarinnar gegn stjórnvöldum í Filippseyjum, gulu byltingarinnar fyrir nýju og breyttu samfélagi.

Fall Marcos-stjórnarinnar, þegar Reagan-stjórnin sneri baki við Marcos og pólitískum fantabrögðum hans, var táknrænt í meira lagi fyrir nýja tíma í stjórnmálum í Asíu. Með gulu og léttu yfirbragði, sem táknuðu bjartari og betri tíma, komst hún til valda. Frægt var að gerðar voru um tuttugu tilraunir til að steypa henni af stóli. En kjörtímabilið kláraði hún. Síðan varð hún einskonar táknmynd umbrotatímanna í stjórnmálasögu landsins.

Nú er hún fallin frá. Skömmu fyrir endalokin kom hún úr sjálfskipaðri þögn eftir starfslokin til að reyna að fella Gloriu Arroyo að velli, annan kvenforseta landsins. Sú barátta vakti athygli og varanleg vinslit milli þessara kvenrisa í pólitískri sögu landsins. Cory Aquino þorði í pólitík. Hennar verður minnst fyrir sumpart umbrotatíma en líka að vera andlit breytinga til að binda enda á grimmd og einræði.


mbl.is Corazon Aquino látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband