Aumingjaskapur Steingríms J - botnlaus mistök

Botnlaus mistök á pólitískri vakt vinstri grænna í Icesave-samninganefndinni koma æ betur í ljós. Einhver verður að taka þann skell á sig, tel ég. Þetta eru ófyrirgefanleg pólitísk afglöp. Nú loks er kallað eftir skoðun Lee Bucheit, bandarísks sérfræðings í þjóðarskuldum.

Ef það er rétt að aðstoð hans hafi verið afþökkuð í samningaferlinu er það til algjörrar skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Ekki var hátt risið á Steingrími J. Sigfússyni áðan þegar hann sagði að þetta kæmi of seint fram... er maðurinn í lagi eða?

Hvað varð um Steingrím J. Sigfússon? Manninn sem reif kjaft fyrir kosningar og áður en hann hlaut lyklavöld í fjármálaráðuneytinu? Er ekki kominn tími á þennan misheppnaða Dr. Jekyll og Mr. Hyde íslenskra stjórnmála?

mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt mál

Manni er nokkuð brugðið við að heyra fregnir af því að Akureyringi hafi verið haldið föngnum og beittur líkamsmeiðingum. Þetta er nýr og skuggalegur veruleiki í samfélaginu okkar, sem við viljum helst ekki trúa að geti verið staðreynd. Mikilvægt er að taka á þessu máli og upplýsa það, svo vitað sé hvað gerðist og við séum viss um að við lifum í traustu samfélagi þar sem tekið er á alvarlegum afbrotum.

mbl.is Héldu manni föngnum í íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hranaleg vinnubrögð - erfið staða Borghildar

Segja verður alveg eins og er að framkoman við Borghildi Guðmundsdóttur er vægast sagt ömurleg... þetta mál einkennist af hranalegum vinnubrögðum enda augljóst að hún muni eiga erfitt að fóta sig í Bandaríkjunum á þröngum tímaramma.

Enginn er að tala um að hún vinni einhvern fullnaðarsigur í málinu eða sitji ein af forræði barnanna. Eðlilegast hefði verið að þetta mál gæti klárast með skynsamlegum hætti og mannsæmandi vinnubrögðum.

Borghildur hefur komið vel fyrir við að tala sínum málstað... ekki talað í upphrópunum og haldið sinni stillingu við erfiðar aðstæður. Held að hún hafi fengið mikinn stuðning meðal landsmanna.


mbl.is Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer talsmaður Björgólfsfeðga til starfa fyrir ríkið?

Mér finnst það merkileg kjaftasaga að Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, hafi hitt Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, á fundi í dag í félagsmálaráðuneytinu. Hvað voru þeir að ræða? Er Ásgeir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar, kannski að fara til starfa í ráðuneytinu eða fyrir Samfylkinguna í stjórnkerfinu? Ekki nema von að spurt sé.

Eðlilegt er að velta því fyrir sér af fullri alvöru hvort það sé möguleiki að talsmaður þessara umdeildu viðskiptajöfra, sem stóðu fyrir hinu margfræga Icesave, sé að verða pólitískur starfsmaður í stjórnkerfinu.

Eins og flestir vita var Ásgeir Friðgeirsson í þingframboði fyrir Samfylkinguna í kosningunum 2003 og hefði orðið þingmaður flokksins eftir afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar árið 2005 hefði hann viljað.

Hann ákvað frekar að verða talsmaður Björgólfsfeðga. Er hann nú að fara aftur í pólitísk verkefni fyrir Samfylkinguna?


Bloggfærslur 12. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband