13.8.2009 | 20:28
Jóhanna vaknar af þyrnirósablundi....
Eftir rúmlega hálft ár á forsætisráðherrastóli hefur Jóhanna Sigurðardóttir loksins gert eitthvað af viti... talar máli Íslands á alþjóðavettvangi í fjölmiðlum og reynir að standa sig í stykkinu. Jóhanna hefur verið ósýnilegasti forsætisráðherra lýðveldissögunnar síðan Björn Þórðarson gegndi embættinu - varla látið sjá sig í fjölmiðlum og þaðan af síður talað við erlendu pressuna. Sögusagnir um að hún væri mállaus í erlendum tungumálum fengu byr undir báða vængi þegar hún fór ekki á NATÓ-fundinn og hélt blaðamannafund með aðstoð Ellenar Ingvadóttur, túlks, á kjördag 25. apríl.
Seint og um síðir lætur hún sjá sig á þeim vettvangi þar sem tala þarf máli Íslands... taka slaginn og reyna að berja í brestina... leiða þessa þjóð og stappa stálinu í hana - með því að tala við erlendu pressuna og taka á vandanum. Þessi vandi er ekki bara á innanlandsvettvangi Jóhönnu heldur úti í hinum stóra heimi. Það þurfti Evu Joly til að þessi ósýnilegi forsætisráðherra vaknaði og færi að standa sig að einhverju leyti.
Reyndar eru sumir sem segja að Jóhanna hætti brátt í stjórnmálum og nýr yfirformaður taki við völdum í Samfylkingunni af henni og valdamesta stjórnmálamanni landsins, baktjaldamakkaranum Össuri Skarphéðinssyni, Raspútín sjálfum. Gott er að vita að enn er hægt að rita erlent mál í Stjórnarráðinu og tala til pressunnar... þó við séum með forsætisráðherra sem hefur ekki séð ástæðu til þess mánuðum saman.
Þetta hefur verið dýr bið eftir einhverri forystu en vonandi hefur þetta eitthvað að segja - til betri vegar fyrir íslensku þjóðina.
![]() |
Jóhanna á vef Financial Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2009 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2009 | 18:28
Samstaða um Icesave - Davíð á Austurvelli
Þessi fundur hlýtur að verða upphafið á því að færa þetta mikilvæga mál úr skotgröfunum, tryggja þverpólitíska samstöðu og einkum það að unnið verði að því að treysta hagsmuni Íslands, tryggja farsæla niðurstöðu fyrir fólkið í landinu og afkomendur þeirra.
![]() |
Sneisafullur Austurvöllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 12:51
Borgarahreyfingin fuðrar upp í hjaðningavígum
Á örfáum vikum hefur pólitískur trúverðugleiki Borgarahreyfingarinnar gufað upp. Púður hennar og kraftur fer mest í innbyrðis sundurlyndi og hjaðningavíg. Hreyfingin hefur á nokkrum vikum breyst í pólitískan vígvöll svipaðan þeim og Frjálslyndi flokkurinn var á síðasta kjörtímabili sínu á Alþingi.
Held að margir hafi efast um fyrir kosningar að þessi flokkur lifði kjörtímabilið, en átti varla von á að hann lifði ekki sumarið. Fólkið í þingsætum Borgarahreyfingarinnar virðist meira hugsa um sínar persónur... egóið hefur tekið öll völd... málefnin vikið fyrir persónulegu skítkasti.
Þetta er ögn neyðarlegt... en eflaust það sem búast má við frá stjórnmálahreyfingu sem var ekki sammála um neitt nema andstöðu og hafði fá mál almennt orðuð á stefnuskránni. Límið endist ekki þegar allt púðrið snýst um að naga skóinn af hvor öðrum innbyrðis.
![]() |
Vilja Þráin af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 02:47
Erfiður línudans í Icesave-málinu
Augljóst er orðið að Icesave-samningurinn verður ekki samþykktur óbreyttur, enda stórgallaður og afleitur á marga kanta. Hinsvegar er öll breytingavinna við hann mikill línudans, erfiður pólitískur tangó þar sem allt getur farið á verri veg. Vandséð er hvernig hægt sé að setja einhliða fyrirvara á hann án þess að fella í raun þann samning sem er til staðar.
Heiðarlegast er að fara aftur á fundi með Bretum og Hollendingum og fara yfir þessi mál að nýju. Samningurinn á pólitískri vakt vinstri grænna er pólitískt vandræðabarn sem aldrei mun nást samstaða um.
Margar vikur tók fyrir Samfylkinguna og formannshópinn í vinstri grænum að viðurkenna að samningurinn var afleitur... viðurkenna að hann væri ekki álit meirihluta Alþingis og þjóðarvilji.
Svo verður að ráðast hver lendingin. Mikilvægt er að klára þetta mál þannig að þjóðin geti verið sátt við næstu skref, þverpólitísk samstaða náist og hugsað verði um hagsmuni Íslands.
![]() |
Fundi fjárlaganefndar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |