Batakveðjur til Jóhannesar eftirhermu



Ég held að allir landsmenn hugsi hlýlega til Jóhannesar Kristjánssonar, eftirhermu, og voni að hann nái fullri heilsu sem allra fyrst. Jóhannes er besta eftirherman í sögu Íslands... hefur slegið eftirminnilega í gegn með túlkun sinni á Guðna Ágústssyni, Ólafi Ragnari, Steingrími Hermannssyni, Alfreð Þorsteinssyni og Halldóri Blöndal... svo nokkrir séu nefndir.

Þessi sena úr skaupinu 2002 er alltaf jafn góð.

mbl.is Heppinn að vera á lífi eftir hjartaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg endalok hjá Borgarahreyfingunni

Meira en lítið súrrealískt er að sjá dauðateygjur Borgarahreyfingarinnar þar sem sjálfseyðingarhvötin hefur drepið nýjasta stjórnmálaaflið á þingi. Engin takmörk virðast á bakstungunum... allt púðrið fer í að slátra afkvæminu. Bréfin á milli Margrétar og Þráins... og félaga innan hreyfingarinnar gefa til kynna að þetta fólk hafi aldrei orðið vinir... aldrei átt neitt sameiginlegt nema baráttu fyrir einhverju óskilgreindu lýðræði sem þróaðist upp í drápsvél gegn hvoru öðru.

Er það kannski ekki bara heila málið? Þetta fólk var aldrei vinir... átti aldrei neitt sem tengdi þau saman. Um leið og nýjabrumið fór af afkvæminu og taka þurfti ábyrgð á einhverju var þetta í raun búið. Taugin var aldrei til staðar. Hvað með það.... þetta er grátleg sjálfseyðingarhvöt að sjá þetta lið vega hvort annað. Svona fólk þarf ekki á óvinum að halda... því nægja samherjar sínir.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin liðast í sundur

Augljóst er að Borgarahreyfingin heyrir sögunni til sem alvöru stjórnmálaafl eftir átök síðustu daga milli þingmanna og grasrótar. Límið var einfaldlega ekki sterkt í þessari hreyfingu og það heldur ekki lengur en þetta. Get vel trúað því að vonbrigðin séu gríðarleg fyrir þau sem töldu þessa hreyfingu alvöru. En því miður hefur stefnt í þetta allt frá því að hreyfingin fór inn á þing og þurfti að gera eitthvað annan dissa kerfið.

Þegar ég skrifaði í maí að þessi hreyfing myndi ekki lifa kjörtímabilið fékk ég fullt af tölvupóstum og kommentum frá fólki sem sagði að ég hefði rangt fyrir mér og ég vissi ekkert hvað ég væri að skrifa um. Jæja, svona er þetta. Ekki hlakkar í mér svosem hvernig komið er... ég vona bara að þeir sem eru sárir og reiðir vegna þess að hafa treyst þessari hreyfingu sem lifði ekki sumarið finni sér farveg á öðrum vettvangi.


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband