Glæsilegt hjá stelpunum

Vil óska stelpunum okkar til hamingju með glæsilegan sigur á Serbum. Margrét Lára er sem fyrr hetjan mikla í liðinu, skorar fernu. Getum verið stolt af henni... hún hefur margoft sýnt að hún verðskuldaði að verða íþróttamaður ársins á sínum tíma, þó það væri umdeilt hjá sumum.

Hef alltaf haft mikla trú á þessu liði... við getum verið stolt af þeim. Vonandi gengur þeim vel á stóra mótinu bráðlega.

mbl.is Margrét Lára sá um Serbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðingsleg framkoma við Íslendinga

Ánægjulegt er að dálkahöfundur í Financial Times taki málstað Íslands á örlagatímum. Framkoma Breta við íslensku þjóðina hefur verið lágkúruleg og níðingsleg í meira lagi. Þeir hefðu aldrei komið svona fram við þjóð sem hefði gripið til vopna og getað varið sig. Verst af öllu er að við höfum sætt okkur við þetta ofríki og ekki reynt að vígbúast. Bretar hafa komist upp með að níðast á þjóð sem hefur ekki herafla en er samt sem áður bandalagsþjóð í NATÓ. Þetta er algjörlega ólíðandi.

Eftir því sem málstaður Íslands er betur kynntur í Bretlandi og á alþjóðavettvangi mun staða okkar styrkjast. Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega brugðist í að tala okkar málstað síðasta árið, sérstaklega á erlendum vettvangi. PR-hliðin hefur algjörlega brugðist. Ónýtir íslenskir stjórnmálamenn á ráðherrastólum á lykilstöðum hafa þar leikið mikilvægustu rulluna í að eyðileggja fyrir okkar hlið mála.

Það er sorgleg staðreynd, vægast sagt.

mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfing í upplausn - víkur Margrét af þingi?

Skrípaleikurinn í Borgarahreyfingunni heldur áfram af krafti. Yfirlýsing stjórnar um að Margrét Tryggvadóttir eigi að kalla til varamann er vantraust á hana. Athygli vekur að Margrét situr sjálf í nýrri stjórn sem kynnt var til leiks í kvöld. Er hún þar með að lýsa vantrausti á sjálfa sig? Þvílíkur vandræðagangur. Þetta er eins og að horfa á hund elta skottið á sjálfum sér, reyna að bíta í það með reiðisvip á andlitinu. Þetta er kostuleg endalok fyrir stjórnmálahreyfingu sem ætlaði að vera öðruvísi en floppaði á mettíma.

En hvað gerir Margrét? Mun hún taka tilmælum stjórnarinnar sem hún situr sjálf í og víkja? Eða mun hún kannski auk Birgittu og Þórs dissa Borgarahreyfinguna og fara að vinna á eigin vegum? Ekki er að sjá annað en allir þingmennirnir gætu verið farnir að vinna á eigin vegum mjög fljótlega og eftir sitji stjórn Borgarahreyfingarinnar án þingmanna og nokkurra áhrifa, annað en senda tölvupóst sín á milli og birta á heimasíðum sínum.

Þvílík míkró sýn inn í ljónagryfju.... nema hvað þetta er fólkið sem ætlaði sér að breyta heiminum en skapaði pólitískt vandræðaheimili þar sem ekkert sameinar lengur, nema innri sundurlyndi.


mbl.is Margrét kalli til varamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband