Heiðarlegt uppgjör á útrásartímanum

Eitthvað virðist hlakka í Bretum yfir stöðu okkar og því hvort hér fari fram uppgjör á öllum sviðum. Bretar hafa aldrei verið vinir okkar... ekki von á mikilli samstöðu úr þeirri átt. Þrátt fyrir það á auðvitað öllum að vera ljóst að það er þjóðarvilji á Íslandi að gera upp útrásartímann... aðdraganda efnahagshrunsins. Æ betur verður ljóst að sukkið hafði viðgengist án þess að tekið væri á því.

Ég er fullviss um að nefndir um hrunið muni fara yfir alla þætti þessa útrásartíma og fella afdráttarlausa dóma. Svo fara þessi mál eflaust fyrir dómstóla, enda augljóst að lög voru brotin og dansað á línunni í sumum þeirra. Næsti vetur verður vonandi tími uppgjörs.

Stærsti þátturinn í endurreisn Íslands er uppgjör á fortíðinni - fólkið í landinu finni að hér verði gert upp við liðna tíma. Við getum ekki litið til framtíðar fyrr en fortíðin hefur verið tekin fyrir og algjört uppgjör verði.

mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband