Þurfti að hugleiða hvort skuldir færu í innheimtu?

Sjálfsagt og eðlilegt er að Björgólfsfeðgar taki á sig skuldir sínar, eins og Jón og Gunna úti í bæ. Hví tók það einhverjar vikur að taka ákvörðun um að þeir þyrftu að borga - skuldin færi í innheimtu? Er ekki eðlilegt að þeir fái sömu meðferð og aðrir sem skulda? Var virkilega verið að íhuga tilboð þeirra um að borga helming en hitt yrði fellt niður?

Þar sem nokkrar vikur eru liðnar frá því að tilboð hinna skuldsettu feðga varð opinbert er eðlilegt að hugleiða hvort það hafi komið til greina að taka því? Allt hefði orðið vitlaust í samfélaginu hefðu þessir feðgar fengið sérmeðferð og hliðardyr út úr vanda sínum. Kaupþing þá fyrst kynnst hatri í samfélaginu, mun frekar en í lögbannsmálinu.

mbl.is Milljarðalán Björgólfsfeðga í innheimtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramatísk endalok á hjaðningavígum smáflokks

Skondið var að fylgjast með lokahluta farsans í Borgarahreyfingunni á Alþingi í dag þegar Þráinn Bertelsson gerðist óháður þingmaður og Margrét Tryggvadóttir baðst afsökunar á Alzheimer-tölvupóstinum. Trúverðugleiki þessarar hreyfingar er fyrir löngu gufaður upp... eftir standa aðeins hjaðningavíg og illdeilur fólks sem á greinilega enga samleið lengur.

Margrét verður væntanlega brennimerkt alla tíð af þessum tölvupósti. En hverskonar stjórnmálahreyfing er það annars þar sem allir birta tölvupósta hvers annars á netinu. Traustið er ekkert milli fólks innbyrðis.. varla þarf að búast við að þjóðin treysti þessu fólki.

mbl.is Þráinn úr þingflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju íslenskt Wipeout frekar en Kompás?

Mikill skaði var þegar yfirstjórn Stöðvar 2 slátraði fréttaskýringaþættinum Kompás, enda traustur og vandaður þáttur, undir yfirskini þess að þyrfti að spara. Merkilegt er að nú sé eytt stórfé í að gera íslenska útgáfu Wipeout fyrir vetrardagskrá Stöðvar 2 í stað þess að koma með Kompás aftur á dagskrá, einkum nú þegar þörf er á alvöru fréttaskýringaþætti til að gera upp ástandið í samfélaginu... hlúa að þjóðmálaumræðu frekar en léttmeti í sjónvarpi.

Ef marka má fréttir á að fljúga með tugi Íslendinga til Argentínu til að gera íslensku útgáfuna af Wipeout... er þetta góð forgangsröðun í dagskrárgerð? Reyndar hefur fréttavinnsla á Stöð 2 sífellt verið gengisfelld að undanförnu. Ísland í dag er orðið að séð og heyrt í sjónvarpi, glimmer í stað þess að vera alvöru fréttaþáttur með gagnrýnum efnistökum og fréttirnar eru alltaf að styttast og hádegisfréttirnar voru slegnar af. Ekki var kosningavakt í vor þar.

Er það kannski svo að einfalda skýringin á slátrun Kompáss sé sú rétta? Að eigendurnir hafi ekki viljað gagnrýna fréttamennsku í kjölfar hrunsins?

Bloggfærslur 17. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband