Barnaleg viðbrögð Hrannars við góðri grein Joly

Mér finnst viðbrögð Hrannars B. Arnarssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, við góðri grein Evu Joly vægast sagt mjög barnaleg. Hún talar heiðarlega um málin, kemur málstað Íslands á framfæri á alþjóðavettvangi. Þakka á Evu frekar en skamma hana fyrir að vera einlægur og traustur málsvari Íslands.

Greinilegt er að það fer í taugarnar á málpípu Jóhönnu Sigurðardóttur og áróðursmeistara hennar að Eva hafi skoðanir og verji Ísland.

Enn og aftur sannast að Samfylkingin er algjörlega ófær um að verja hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi.

mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögbann á veikum grunni

Ekki var mikil reisn yfir fréttatilkynningu Kaupþings í kvöld þar sem aðrir fjölmiðlar en Ríkisútvarpið voru hvattir til að fara eftir lögbanni sem þeir fengu á fréttaflutning RÚV. Kaupþing verður að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að stöðva frjálsa umræðu í landinu og vangaveltur almennings um þau myrkraverk sem gerð voru í bönkunum skömmu fyrir hrun þeirra.

Þetta er umræða sem grasserar og eðlilega vill fólkið í landinu fá að heyra alla söguna. Fylla þarf upp í heildarmynd hrunsins og nauðsynlegt er að afhjúpa algjörlega hvernig unnið var í bönkunum fyrir fall þeirra. Ekkert verður uppgjörið á þessu hruni án þess.

Vonandi verður þessu lögbanni hnekkt. Þar er frjáls umræða og fjölmiðlun í landinu undir... sjálft fjórða valdið.

mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband