20.8.2009 | 22:53
Afdrifarík mistök - svívirðileg ákvörðun Skota
Skoskir þjóðernissinnar kalla yfir sig reiði alþjóðasamfélagsins með þessu heimskupari sínu. Varla er við því að búast að samhugur verði með því að sleppa svívirðilegum fjöldamorðingja úr fangelsi svo hann geti farið heim til sín að deyja.... manni sem drap hundruðir fólks í einu kaldrifjaðasta hryðjuverki síðustu áratuga.
Eitthvað er laglega bogið við stjórnvöld sem hugsa um hagsmuni dauðvona hryðjuverkamanns framar þeim sem hann drap... Eins og vel hefur komið í ljós er þetta ekkert annað en diplómatískur sigur Gaddafi... skoskir þjóðernissinnar hafa hossað honum betur en margir bandamanna hans.
![]() |
Líbýumanni fagnað sem hetju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 17:56
Lockerbie-fjöldamorðingjanum sleppt úr fangelsi
Megrahi sýndi fórnarlömbum hryðjuverksins sem hann stóð að enga miskunn... alveg óþarfi er fyrir skosk stjórnvöld að verðlauna Moammar Gaddafi með þessum hætti, enda er þessi ákvörðun stór diplómatískur sigur fyrir hryðjuverkaöfl og stjórnvöld sem fóstra þau.
Skoskir þjóðernissinnar gera mikil pólitísk mistök með því að hossa Gaddafi-stjórninni og verðlauna þann mann sem er blóðugur upp fyrir axlir eftir fjöldamorðið í Lockerbie. Hann átti að sitja sinn dóm, deyja í fangelsi ef hann er alvarlega veikur.
Þetta er ekki glæsilegt afrek hjá skoskum þjóðernissinnum - enda verður þessum fjöldamorðingja fagnað sem þjóðhetju þegar hann kemur heim.
![]() |
Obama gagnrýnir Skota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 15:57
Óviðunandi hagsmunaárekstrar hjá Kaupþingi
Mér finnst það vægast sagt óviðunandi að sjá hagsmunaárekstra af því tagi sem tengjast Eik, þar sem forstjórinn er giftur konu sem situr í stjórn Nýja Kaupþings. Engu breytir hvort viðkomandi víkur sæti á fundum. Þetta er einfaldlega fjarri öllu því sem eðlilegt getur talist.
Lágmarkskrafa er að trúverðugleiki þeirra sem sitja í stjórnum bankaráða eða skilanefndunum séu hafnir yfir allan vafa um hagsmunaárekstra og hægt sé að treysta þeim fyrir verkefninu sem þeim er falið, sem er vægast sagt mikilvægt um þessar mundir.
Á þeim tímum þegar trúverðugleiki í bankakerfinu skiptir máli er óviðunandi að svona vafi sé uppi - taka þarf á svona málum.
Hitt er svo annað mál að þessar skilanefndir hafa verið umdeildar og eru eins og kóngur í ríki sínu.
![]() |
Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 02:17
Forsetinn af baki dottinn öðru sinni
Hollráðið er eflaust annað hvort að finna sér annað sport eða fara varlega. Vonandi nær forsetinn sér vel af þessu, svo hann verði sýnilegri, en lítið hefur farið fyrir honum að undanförnu þrátt fyrir að utanlandsferðum hans hafi fækkað.
![]() |
Ólafur Ragnar slasaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |