Er eðlilegt að handjárna vegna gruns um ölvun?

Ekki er hægt annað en velta fyrir sér hvort lögreglan sé ekki að fara aðeins yfir strikið með því að handjárna konuna á Miklubraut vegna gruns um ölvun, án þess að staðfest sé að hún sé undir áhrifum. Þetta er frekar ómerkileg framkoma við konuna.

Getur hver sem er hringt í lögguna og klagað einhvern, hvort sem er vegna ölvunaraksturs eða einhvers annars og látið lögguna taka viðkomandi sama hverjar aðstæður eru? Þetta vekur spurningar um framgöngu lögreglu í svona málum.

mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnur Kaupþing fyrir auðmenn eða almenning?

Augljóst er að Hagar riða til falls... eru í gjörgæslu hjá Kaupþingi... ekki vegna þess að fólk er hætt að versla þar... heldur vegna þess að allt er skuldsett upp í rjáfur. Vonandi er að Kaupþingi hugsi frekar um hagsmuni almennings en auðmanna þegar svo er komið.

Enda augljóst að Hagar sem slíkt er að falla með Baugi, enda hvernig gat það annars verið að öll starfsemin gengi hér heima skuldsett í botn meðan allt er hrunið í kringum eigendurna?

Undarlegast af öllu eru viðbrögð forstjóra Haga... gerir hann sér ekki grein fyrir því hvert stefnir? Er veruleikafirringin algjör?

Á enn að reyna að taka hring í gömlu ónýtu hringekjunni... þetta séu árásir á Jóhannes og Jón Ásgeir?

Trúir einhver þeirri vitleysu? Skuldirnar tala sínu máli... alveg óþarfi að snúa þessu upp í sama ruglið.


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband