Leikhús fáránleikans hjá Sigmundi Erni á Alþingi



Mér fannst þingumræðan ná áður óþekktum lægðum á Alþingi í vikunni þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson flutti undarlega ræðu í Icesave-umræðunni og þegar hann gat ekki svarað eðlilegum spurningum í andsvörum. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þingmaðurinn sé ekki starfi sínu vaxinn eða hvort hann hafi hreinlega fengið sér í glas.

Þetta er ekki eðlileg framganga alþingismanns... að geta ekki munað spurningar eða snúa svo út úr umræðunni að láta eins og hann sé hrein mey pólitískt fyrir kosningarnar 2009. Og þetta er maður sem hefur setið fundi fjárlaganefndar og ætti að geta flutt sæmilega ræðu um þetta stóra mál og svarað spurningum allavega.

Mér finnst svona ekki boðlegt í einu stærsta máli lýðveldissögunnar. Þetta er leikhús fáránleikans í sinni ömurlegustu mynd á Alþingi. Gera þarf þá lágmarkskröfu til þingmanna að þeir geti tekið þátt í umræðunni... svarað spurningum og haft skoðanir á svo stóru máli. Icesave-málið er ekkert smámál.

Bloggfærslur 23. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband