Stelpur í taugaspennu - afleitur rússadómari

Tapið er vont fyrir stelpurnar okkar eftir fyrsta leik íslensks knattspyrnuliðs á úrslitakeppni stórmóts - söguleg en eilítið súrsæt stund fyrir Íslendinga. Stelpurnar voru augljóslega yfirspenntar og taugastrekktar... enda merkileg stund vissulega - bæði væntingar og spennan mikil. Eftir óskabyrjun misstu þær leikinn úr höndum sér og erfitt við að eiga á mörgum sviðum knattspyrnunnar.

Rússneski dómarinn var vægast sagt afleit og heldur betur úti á túni í dómgæslunni. Vítaspyrnudómarnir voru frekar kvikindislegir, sérstaklega sá fyrri sem var ekki alveg skiljanlegur... vægast sagt umdeilt atvik... þetta jók allavega ekki samhug þjóðarinnar með Rússum.

Við vonum bara að það gangi betur næst. Þó þetta hafi farið illa í dag var þetta söguleg stund... mjög merkileg en vonandi ekki fyrirboði þess sem koma skal fyrir íslensku stelpurnar í Finnlandi.


mbl.is EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögregla handtekur sprengjugabbarann

Fregnir herma að lögreglan hafi handtekið þann sem hringdi út sprengjugabbið til lögreglunnar fyrr í dag.... og setti allt úr skorðum í Borgarholtsskóla. Gott að lögreglan hafi tekið fljótt og vel á þessu og náð þeim sem stóð að þessu. Þeir sem hringja út svona hótun hljóta að vera meira en lítið brenglaðir og þarf að taka á þeirra máli.

Eflaust væri gott að vita hvað þessum manni gekk til með þessu... annað en reyna að koma sér í fréttirnar.

mbl.is Engin sprengja fannst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt sprengjugabb í Borgarholtsskóla

Mér finnst lélegt að einhverjir hringji inn sprengjugabb í Borgarholtsskóla... til þess eins að reyna að vekja á sér athygli eða hræða aðra. Þetta er eins og fleiri sprengjuhótanir eflaust gabb til þess eins að kalla fram viðbrögð og hræðslu. Þeir eru meira en lítið sjúkir sem hafa gaman af þessu eða gera þetta gamansins vegna.

mbl.is Borgarholtsskóli rýmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband