Völdin að veði í Icesave-málinu

Augljóst er að vinstriflokkarnir lögðu völdin að veði í Icesave-málinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur rétt fyrir sér í því að verði fyrirvarar Alþingis ekki samþykktir verði það hneisa fyrir vinstristjórnina, skipbrot samninganna sem þeir lögðu fyrir þingið og pólitískt fall þeirra forystumanna vinstriflokkanna sem lögðu allt undir fyrir þá.

Þeir sem bera ábyrgð á vinnu síðustu mánaða verða að taka ábyrgð á því ef hún hefur engu skilað nema niðurlægingu Íslands á alþjóðavettvangi: þeir hafa þá brugðist algjörlega. Spilað er undir með mikið í þessu máli. Þeir sem leiddu málið ranga slóð geta ekki flúið frá ábyrgð sinni í þessu stóra máli sem hafði engan stuðning út fyrir vinstristjórnina.

Sú ríkisstjórn sem nær ekki að tryggja vilja meirihluta Alþingis í fyrirvörunum við þennan vonda samning í þessu stóra máli er í raun umboðslaus takist henni ekki það verkefni sem henni var falið.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður farið í samningaviðræður aftur?

Fyrstu viðbrögð frá Hollandi og Bretlandi gefa til kynna að engin sátt sé um fyrirvara Alþingis á Icesave. Fjölmargir hér heima sögðu fyrir samþykkt Icesave að ómögulegt væri að fara aftur í samningaviðræður, þó Svavar Gestsson og samninganefnd Steingríms J. hafi samið herfilega af sér. Fjölmörgum var talin trú um að það væri fjarstæða að tala um aðrar samningaviðræður.

Ekki er að sjá að Hollendingar líti þannig á að aðrar samningaviðræður séu fjarri, þó sumum þingmönnum vinstri grænna hafi verið talin trú um það. Allir sjá að Icesave-samningurinn hér heima er lemstraður. Hann hafði er á reyndi engan stuðning fyrir utan stjórnarflokkanna, allt brasið í sumar til að tryggja stuðning allra vinstri grænna hafði engin áhrif út fyrir það.

Auðvitað þarf að fara í aðrar samningaviðræður og reyna að ná hagstæðari samningi og taka þennan slag aftur, og þá með reyndu samningafólki en ekki pólitískum aflógum héðan frá Fróni.

mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oasis leysist upp - frábært band



Um miðjan tíunda áratuginn var mikið rifist um hvort Oasis eða Blur væri betra band. Aldrei í vafa með að Oasis væri miklu betra, þeir voru í sérflokki þá og eru það enn nú. Frábær tónlist.

Nú er Noel farinn úr bandinu. Svosem búið að vera augljóst lengi að bræðurnir eiga ekki skap saman og geta ekki unnið saman.

En því verður ekki neitað að Oasis átti mörg yndisleg lög og enginn gleymir henni. Hún á sinn fasta sess.



mbl.is Noel hættur í Oasis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband