Mikið lagt á sig fyrir nokkra þúsundkalla

Svei mér þá ef ránin í verslunum á höfuðborgarsvæðinu eru ekki hætt að verða stórfréttir. Þetta er að verða reglulegt fréttaefni. Það hlýtur að vera mjög aðframkomið fólk sem leggur á sig verknað af þessu tagi. Það er allavega mikið lagt á sig fyrir nokkra þúsundkalla.

Virðist jafnan vera um að ræða ræða unglinga sem vantar smá skotsilfur í vasann sem tekur þá ákvörðun að grípa til vopna og ráðast inn í næstu verslun til að reyna að fá pening, oftast til að kaupa sér dóp.

En svona er þetta víst; við erum að verða eins og 300.000 manna úthverfi í bandarískri stórborg, þar sem ráðist er á fólk án tilefnis úti á götu, verslanir rændar og eigur fólks skemmdar.

mbl.is Vopnað rán í 11-11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni og töfrastundin í Herjólfsdal

Hvað sem segja má um Árna Johnsen verður ekki um það deilt að brekkusöngur hans í Herjólfsdal er tær snilld. Honum tekst þar að láta fólk gleyma pólitík og skoðunum á sjálfum sér um stund og heilla alla sem eru á staðnum. Stemmningin á brekkusöng í Herjólfsdal er engu lík. Þar fer hann á milli laga af fagmennsku og vandvirkni og tekst að sameina alla í fjöldasöng.

Slíkt er afrek og allir sem hafa upplifað þennan viðburð vita hvað ég meina þegar sagt er að Árni er engum líkur. Hann nær að sameina fólk þessa kvöldstund óháð öllu öðru, m.a. eftir því hvaða pólitískar skoðanir þeir hafa á honum og fortíð hans.

mbl.is 13 þúsund manna kór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnuð helgi á Akureyri

Full ástæða er til að hrósa Margréti Blöndal fyrir að hafa breytt verslunarmannahelginni á Akureyri í jákvæða og skemmtilega útihátíð, þar sem lífsgleði og notalegheit fá notið sín. Jákvæðnin og hlýjan í Margréti hefur mikið um að segja hvernig tekist hefur að breyta andrúmsloftinu í bænum þessa helgi og gera bæði bæjarbúa sem og gesti sátta við helgina. Mikið hafði verið deilt hér í bænum á umgjörð verslunarmannahelgarinnar - óánægjan sligaði hátíðina og skapaði ósætti meðal bæjarbúa.

Þetta er allt gleymt og grafið. Möggu hefur tekist að skapa notalega umgjörð um hátíðina, hefur leitað í sögulegar rætur tónlistarmenningar á Akureyri, reynt að skapa notalega stemmningu gömlu góðu Akureyrar með því að bjóða upp á pylsur með öllu plús rauðkál, endurvakti Valash-stemmninguna á Akureyri og hefur verið með lífleg þemu á helginni. Abba-þemað að þessu sinni var vægast sagt vel heppnað.

Þetta er umgjörð sem mér líst vel á. Magga á hrós skilið.... góður og glæsilegur árangur.


mbl.is Hjartans þakkir á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband