Stelpurnar geta verið stoltar þrátt fyrir útkomuna

Ísland hefur nú lokið keppni á EM í Finnlandi. Þrátt fyrir þrjá tapleiki í dauðariðlinum geta stelpurnar verið stoltar af sínum árangri. Verkefnið var erfitt og augljóst að mikil spenna var í hópnum í fyrsta leiknum, sem tapaðist stórt. Við ramman reip var að draga. En þær áttu bestu augnablik sín í keppninni í síðasta leiknum, á móti Þjóðverjum.

Mér finnst það giska gott að hafa náð að halda í við þær þýsku sem eru í fremstu röð - eina markið í leiknum var ódýrari sortinni vægast sagt. En tap og vondur skellur eru alltaf mikið áfall, sama þó íslenska liðið eigi enga sögu í úrslitakeppni stórmóts í fótbolta.

En þetta er mikilvæg lexía í reynslusjóðinn þegar byggja þarf til framtíðar. Mikil tækifæri eru til staðar í íslenskum kvennabolta og það þarf að vinna enn betur til að byggja upp á þeim tækifærum.

mbl.is Eins marks tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungt högg

Mikið og þungt högg er að missa eigur sínar í eldsvoða, hvort heldur sem er á heimili eða vinnustað. Tjónið er mikið og tekur oft á að byggja sig upp aftur eftir slíkt högg. Ekki er hægt annað en finna til með þeim sem misstu sín veiðarfæri, atvinnutæki og grundvöll sinnar tilveru, sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þegar íslenskt samfélag verður sífellt fyrir þungum höggum.

Vona að Pétri takist að rísa upp úr þessum öldudal og fái tjónið bætt og geti náð að sjá bjartan punkt í þessu myrkri.'


mbl.is „Þetta er búið spil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknamistök - vandmeðfarið mál

Ég sé að sumir slá upp í grín meintum læknamistökum Norðmannsins. Vissulega er þetta vandmeðfarið mál og opnar eflaust á brandara fyrir þá sem hafa húmor fyrir því. En mikilvægt er að sjúklingar geti leitað réttar síns telji þeir á sér brotið og þeir hafi orðið fyrir alvarlegum mistökum lækna og hafi orðið fyrir skaða í aðgerð eða þegar þeir leita sér lækninga, væntanlega til að bæta líðan sína.

Mannleg mistök geta allsstaðar gerst, bæði í heilbrigðisþjónustu sem og annarsstaðar. Eflaust er eðlilegt að rannsaka vel umfang þeirra mannlegu mistaka. Þetta hafa aðrar þjóðir gert. Það getur orðið að fróðleik sem leiði til þess að bæta heilbrigðisþjónustu eða taka á mögulegum mistök til framtíðar litið, leiði til betrumbóta af einhverju tagi.

Í fjöldamörg ár var hálfgert tabú að ræða læknamistök, bæði mátti varla viðurkenna að þau ættu sér stað og það væru glufur í heilbrigðisþjónustu. Eftir að Lífsvog, samtök þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir læknamistökum, voru stofnuð hefur umræðan orðið meira áberandi og náð meiri athygli en áður var.

mbl.is Sakar Landspítala um mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband