4.8.2009 | 23:22
Vonlaust að stöðva lekann í Kaupþingsmálinu
Auðvitað var vita vonlaust fyrir veruleikafirrta stjórnendur Kaupþings að ætla að stöðva lekann í Kaupþingsmálinu með því að þagga niður í fréttastofunni í Efstaleiti. Vonlaust var að ætla að stöðva umræðuna á veraldarvefnum eftir að lánabókin var opinberuð þar. Nú er kominn tími til að hreinsað verði til í þessum bönkum, nýjir bankastjórar settir yfir þá alla og tekið til.
Bankastjórinn í Kaupþingi núllaði sig út með vinnubrögðum sínum og barnalegum tilraunum til að stöðva umræðuna. Hún er auðvitað alþjóðleg, enda ekki bara bundin við litla Ísland. Þetta er of stórt mál til að vera lókal issue á Íslandi.
Hvernig er það annars... á ekki að fara að taka til í þessu bankakerfi og láta vörslumenn siðlausu tímanna fyrir hrun fjúka?
Bankastjórinn í Kaupþingi núllaði sig út með vinnubrögðum sínum og barnalegum tilraunum til að stöðva umræðuna. Hún er auðvitað alþjóðleg, enda ekki bara bundin við litla Ísland. Þetta er of stórt mál til að vera lókal issue á Íslandi.
Hvernig er það annars... á ekki að fara að taka til í þessu bankakerfi og láta vörslumenn siðlausu tímanna fyrir hrun fjúka?
![]() |
Danir æfir yfir lekanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 18:46
Misheppnuð stjarna reynir við dótturina
Ryan O´Neal hefur nú endanlega náð botninum. Hversu lægra er hægt að sökkva en reyna við dóttur sína í útför sambýliskonunnar Farrah Fawcett. Segist ekki hafa þekkt hana. Vandræðalega pínlegt í meira lagi. Ekki er beint mikill stjörnuljómi yfir áru hans nú miðað við í denn sem leikara og stjörnu í áratugi á vettvangi kvikmyndanna. Margir muna eftir Ryan O´Neal fyrir eigin afrek á meðan sumir muna eftir honum sem sambýlismanni þokkagyðjunnar Farrah Fawcett.
Ryan sló fyrst í gegn í hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story árið 1970 - þar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana með sorglegum hætti langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega súrsæt ástarsaga. Var toppur leikferla bæði O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varð ein sterkasta mynd ársins 1970, þó sennilega sé hún einum of væmin á að horfa nú var það mynd tilfinninga og krafts.
Persónulega fannst mér O´Neal bestur í hinni sígildu og ómótstæðilegu Paper Moon frá árinu 1973. Þar lék hann á móti dótturinni, Tatum. Mjög sterk mynd og leika feðginin mjög útsmogin feðgin sem leggja saman í púkkið til að hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur með. Fyndinn pakki.
Tatum fékk óskarsverðlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverðlaunanna, fyrir túlkun sína á Addie en pabbinn varð ekki síðri. Myndin hefur frá fyrsta degi verið klassasmíð. Nefna mætti fleiri myndir með O´Neal, en í seinni tíð hefur ferill hans verið mjög lágstemmdur. Það síðasta sem ég man eftir með honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo í Desperate Housewifes.
En Ryan er heldur betur búinn að klúðra sínum málum. Þetta ævintýralega klúður hans með Tatum er samt örugglega ekki síðasta klúðrið hans, enda margþekktur fyrir að vera hálfmisheppnaður rétt eins og einkasonur hans og Farrah sem situr í fangelsi og fékk leyfi í tvo tíma til að vera við útförina.
Ryan sló fyrst í gegn í hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story árið 1970 - þar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana með sorglegum hætti langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega súrsæt ástarsaga. Var toppur leikferla bæði O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varð ein sterkasta mynd ársins 1970, þó sennilega sé hún einum of væmin á að horfa nú var það mynd tilfinninga og krafts.
Persónulega fannst mér O´Neal bestur í hinni sígildu og ómótstæðilegu Paper Moon frá árinu 1973. Þar lék hann á móti dótturinni, Tatum. Mjög sterk mynd og leika feðginin mjög útsmogin feðgin sem leggja saman í púkkið til að hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur með. Fyndinn pakki.
Tatum fékk óskarsverðlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverðlaunanna, fyrir túlkun sína á Addie en pabbinn varð ekki síðri. Myndin hefur frá fyrsta degi verið klassasmíð. Nefna mætti fleiri myndir með O´Neal, en í seinni tíð hefur ferill hans verið mjög lágstemmdur. Það síðasta sem ég man eftir með honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo í Desperate Housewifes.
En Ryan er heldur betur búinn að klúðra sínum málum. Þetta ævintýralega klúður hans með Tatum er samt örugglega ekki síðasta klúðrið hans, enda margþekktur fyrir að vera hálfmisheppnaður rétt eins og einkasonur hans og Farrah sem situr í fangelsi og fékk leyfi í tvo tíma til að vera við útförina.
![]() |
Ryan reyndi við Tatum í jarðarför Fawcett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2009 | 11:49
Andstaða eykst við ESB-aðild
Ég er ekki undrandi á því að andstaða aukist við aðild Ísland að ESB. Eftir atburðarás undanfarinna mánaða er ekki við því að búast að áhugi Íslendinga á að tilheyra Brussel-valdinu hafi aukist. Merkilegasta niðurstaðan í þessari könnun er einmitt sú að Íslendingar telja hag sínum ekki betur borgið innan ESB.
Forðum sögðu mestu stuðningsmenn aðildar að aðildarviðræður einar og sér myndu styrkja krónuna og efla trú á henni. Auk þess myndu Íslendingar eiga auðveldar með að vinna úr sínum málum. Slíkt gerðist ekki og ekki líkur á því að það muni gerast.
Forðum sögðu mestu stuðningsmenn aðildar að aðildarviðræður einar og sér myndu styrkja krónuna og efla trú á henni. Auk þess myndu Íslendingar eiga auðveldar með að vinna úr sínum málum. Slíkt gerðist ekki og ekki líkur á því að það muni gerast.
![]() |
Fleiri andvígir aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 09:37
Íslensk stjórnvöld ósammála Íslandsvörn Joly
Greinilegt er á viðbrögðum úr forsætisráðuneytinu við greinaskrifum Evu Joly að einlæg vörn hennar fyrir Ísland á alþjóðavettvangi er litin hornauga. Á þeim bænum er ekki samhljómur með því sem Joly segir og því er pirringur aðstoðarmanns forsætisráðherra augljóst merki um að þessi ríkisstjórn hefur aldrei verið heiðarleg í að tala máli Íslands og reyna að ná viðunandi samningum af okkar hálfu.
Auðvitað er þetta sorgleg staðreynd. Enda ættu íslensk stjórnvöld að fagna þeim mikla bandamanni sem Eva Joly er. Leitun er að sterkari málsvara fyrir Ísland á alþjóðavettvangi, sem fær birta grein í fjórum blöðum í fjórum löndum, manneskja með sambönd og getur leikið lykilhlutverk í endurreisn Íslands.
Ekki virðist vera vilji fyrir því að nýta sér þau sambönd heldur er ráðist að henni. Ráðist að henni fyrir að verja Ísland. Þeim sem ráða för er ekki treystandi.
Auðvitað er þetta sorgleg staðreynd. Enda ættu íslensk stjórnvöld að fagna þeim mikla bandamanni sem Eva Joly er. Leitun er að sterkari málsvara fyrir Ísland á alþjóðavettvangi, sem fær birta grein í fjórum blöðum í fjórum löndum, manneskja með sambönd og getur leikið lykilhlutverk í endurreisn Íslands.
Ekki virðist vera vilji fyrir því að nýta sér þau sambönd heldur er ráðist að henni. Ráðist að henni fyrir að verja Ísland. Þeim sem ráða för er ekki treystandi.
![]() |
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |