Steingrímur J. vinnur gegn hagsmunum Íslands

Mér finnst raunalegt að sjá Steingrím J. Sigfússon vinna gegn hagsmunum Íslands með því að taka frekar málstað Bretlands og Hollands en okkar. Ef hann væri einlægur talsmaður íslenskra hagsmuna myndi hann taka undir með Ragnari Hall og reyna að berjast fyrir því að borga minna en okkur er ætlað. Illa er komið fyrir Íslandi þegar stjórnvöld taka frekar málstað þeirra sem ráðast harkalega gegn íslenskum hagsmunum.

Ég verð að viðurkenna að ég taldi að einhver bógur væri í Steingrími J. Sigfússyni - hann væri hugsjónamaður og einlægur baráttumaður sinna stefnumála. Þegar á reyndi var það rangt mat. Hann var aumur bógur og seldi allar hugsjónir fyrir völd. Og nú vinnur hann gegn hagsmunum Íslands.

Þeir hljóta að vera sárir sem kusu þennan mann vegna hugsjóna hans.... hugsjónanna sem hann sveik.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sköllóttur frakkaklæddur málari á Opel Corsa

Mér finnst nú lýsingin á málaranum merkilegust við fréttina um skemmdarverk á húsi Hreiðars Kaupþingsstjóra. Þar er talað um sköllóttan frakkaklæddan mann á Opel Corsa.... varla er þetta hópur ungra einstaklinga sem stóð fyrir þessu sé þetta rétt né heldur er þetta einhver sem tilheyrir órólegu hópunum sem málaði hús Rannveigar Rist. Óánægjan í garð bankamannanna er mikil og vissulega skiljanleg.

Samt sem áður er þetta árás á fleiri en þann sem ráðist er á. Þetta er árás á einkalíf viðkomandi, fjölskyldu hans sérstaklega. Oftast nær fólk sem hefur ekkert til saka unnið. En þetta er viðkvæmt mál.

mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn Kaupþings snuprar Finn bankastjóra

Mér finnst það merkilegt að stjórn Nýja Kaupþings snupri Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra, með yfirlýsingu um beina andstöðu við lögbannsbeiðni á fréttaflutning RÚV - hann hafi í raun verið einn að verki. Eðlilegt er að spyrja sig að því hvort Finni sé sætt sem bankastjóra Kaupþings eftir þetta fíaskó.

Reyndar er orðið tímabært að skipta út öllum stjórnendum bankanna, auglýsa stöður bankastjóra og skipa nýtt fólk til verka. Fyrir trúverðugleikann, fyrst og fremst.


mbl.is Stjórn Kaupþings harmar skaðann af lögbanninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband