Vonandi verður einhver spenna í deildinni

Óska KR-ingum til hamingju með sigurinn á FH, þann fyrsta í heil fimmtán ár. Hið allra besta mál að þeim hafi tekist að auka líkurnar á að einhver spenna verði í þessari blessuðu úrvalsdeild... yfirburðir FH hafa verið nær algjörir í allt sumar og fáir náð að ógna þeim. Um leið virðist sem botnslagurinn verði minna spennandi. Kannski eru örlögin ráðin í deildinni. Ég ætla samt að vona að FH þurfi að taka alvöru slag um meistaratitilinn og einhverjir nái að ógna þeim.

Norðanliðin unnu bæði góða sigra í fyrstu deildinni um helgina; KA fyrir austan og Þór á heimavelli. Nú er vonandi að Akureyrarlið komist í úrvalsdeildina. Of langt um liðið frá því að við höfum átt úrvalsdeildarlið.

mbl.is Langþráður sigur KR-inga á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórþjóðahroki og þekkingarleysi Önnu Sibert

Ekki fannst mér grein Önnu Sibert viturlegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu eða góð skilaboð til Íslendinga. Stórþjóðahroki er mjög áberandi í orðavali og greiningu hennar á vandamálum Íslands. Ekki mun hún fá marga til að taka stöðu með ESB-aðild með þessum skrifum. Auk þess finnst mér hún skrifa af lítilli yfirsýn um málin.

Hún nefnir ekki viðskiptaráðherra eða utanríkisráðherra Samfylkingarinnar (sem voru áberandi í aðdraganda og eftirmála hrunsins) í upptalningu yfir þá sem hún telur bera ábyrgð auk þess sem hún nefnir Davíð Oddsson einan sem fulltrúa Seðlabankans. Ekki er það heiðarlegt mat.

Voru ekki tveir hagfræðingar á vaktinni með Davíð? Hvað með aðalhagfræðing bankans sem nú er orðinn aðstoðarbankastjóri Seðlabankans? Hver er ábyrgð þeirra á vandanum að mati Önnu Sibert. Hún virðist þekkja lítið eða illa til fyrst hún skrifar með þessum hætti.

Stóra niðurstaða greinar Önnu Sibert er sú að við höfum verið of smá til að geta haldið velli og við séum of smá í heimsmyndinni. Svona stórþjóðahroki á ekki að vera vel fallinn til vinsælda á Íslandi, þó eflaust sé Samfylkingin ánægð með þessi skrif.

mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband