Nær Eimskip að verða hundrað ára?

Eitt af því allra ömurlegasta í sukkaðri hringrás viðskiptalífsins var hvernig rótgróin traust fyrirtæki voru sogin inn að merg uns nær ekkert var eftir nema nafnið eitt. Gott dæmi um þetta er Eimskip sem hefur riðað til falls síðustu mánuði eftir ævintýralega atburðarás í útrásarvitleysunni, skýjaborginni miklu sem var algjörlega innistæðulaust.

Eimskip var forðum daga fornt veldi í íslenskri viðskiptasögu - Björgólfsfeðgar "keyptu" fyrirtækið fyrir sex árum í ævintýralegum viðskiptum. Allir vita hvað hefur gerst síðan. Sú saga er vel þekkt og óþarfi að rekja það. En flestir vita þó að viðskiptahættir í Eimskipum og fleiri traustum fyrirtækjum hafa gert að verkum að reynt er að stofna nýjar kennitölur til að halda áfram.

Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 var það kallað óskabarn þjóðarinnar. Mikill ævintýraljómi hefur verið yfir velgengni þess - merkileg saga er að baki. Hverjum hefði dottið í hug þegar Hörður Sigurgestsson lét af forstjórastarfi í Eimskip fyrir tæpum áratug að árið 2009 yrði jafnvel ævintýrið mikla úti. Hörður skilaði mjög góðu búi þegar hann lét af störfum.

Ljóst er að margt hefur farið á verri veg og öllu hefur verið sólundað í tóma vitleysu. Strandar óskabarn þjóðarinnar á tíunda áratug starfsaldarinnar eða nær það að halda upp á aldarafmælið árið 2014? Mun kennitöluflakkið kannski halda óskabarninu ungu og fersku til ársins 2014?


mbl.is Nafni Eimskips verði breytt í A1988
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband