Af hverju sagði Anna Kristine þessa sögu ekki fyrr?

Algjörlega óskiljanlegt er að Anna Kristine Magnúsdóttir hafi beðið í rúm tvö ár með að segja frá hvernig komið var fram við hana eftir skrifin um Kumbaravogsmálið. Þetta var ekki síður frétt en þau skrif. Tengslin milli Landsbankans og bankastjórans við kortamálið tengt Önnu Kristine er þess eðlis að þetta átti að verða forsíðufrétt á þeim tíma... nú hefur fréttin minna vægi en þá hefði verið... en er samt sem áður stórfrétt.

Hvernig stendur á því að þaulvanir fjölmiðlamenn sem hafa fréttanef og skynja stórfrétt þegar þeir komast á sporið þagna þegar annað eins mál gerist? Það er stórmál þegar einn banki lokar á viðskiptavin af engum sökum og reyna að koma henni í mikil vandræði, enda hefði hún verið handtekin með "stolið" kort hefði verslunarstjórinn ekki þekkt hana.

Hvernig er hægt að þaga yfir svona í yfir tvö ár?

mbl.is Anna Kristine var þjófkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíkynja afreks"kona" svipt gullverðlaunum

Ég get ekki séð hvernig Caster Semenya getur haldið gullverðlaunum sínum. Eftir rannsóknir á henni og niðurstöðu um að hún sé tvíkynja er öllum ljóst að hún stóð öllum öðrum í hlaupinu framar vegna yfirburða sinna og líkamsbyggingar - varla verður hægt að una þeirri niðurstöðu. Erfitt verður að átta sig á hvort hún sé í raun kona eða karlmaður... sennilega bæði.

Þetta minnir óneitanlega á mál ólympíuhafans Stellu Walsh - við andlát hennar árið 1980 kom í ljós að hún var engu síður karlmaður en kona... enn er deilt um hvort hún var í raun og hvort öll afrek hennar yrðu útmáð og strikað yfir að hún hafi unnið ólympíugullverðlaun sem kona.

En tímarnir eru aðrir - þessi niðurstaða leiðir til þess að tekið verði á umdeildum álitaefnum og varla séð að Caster hin suður-afríska geti hafa unnið þessi verðlaun sem kona eftir þessar uppljóstranir.

Umfjöllun um Stellu Walsh


mbl.is Fjölskylda Semenya bregst reið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband